Dýr geta sannarlega fengið geðsjúkdóma, en ég held að það sé rosalega mismunandi hversu mikið er um það eftir umhverfi, þótt vissulega séu geðsjúkdómar arfgengir einnig. Ef við skoðum t.d. Ísland þar sem að nærrum einn fjórði landsmanna þjáist af einhversskonar geðsjúkdóm, þynglyndi og öðru slíku, svo getum við farið til Tælands og séð allt aðrar tölur. Venjulega sjáum við ekki mikla ,,afbrigðilega“ hegðun hjá dýrum nema þau búi við afleiddar aðstæður, svo sem offjölgun og lítil búr eða annað undir höndum manna.
Geðsjúkdómar, stundum kallað hugsýki, er náttúrulega sjúkdómur tengdur hugsun og því líklegast heilanum og starfsemi í kringum hann. Heilinn í sumum dýrum er kannski ekki svo flókinn að hann geti bilað án þess að það einfaldlega geri dýrið vanhæft til að lifa. Svo er það annað, hvernig gætu dýr t.d. ,,þjáðst” af mörgum persónuleikum þegar ef þau hafa engan? Það sem er ekki til staðar getur ekki bilað, eða hvað?
Svo má líka spyrja sig, er það sem við köllum geðsjúkdóma raunverulega sjúkdómar? Það er ekki svo langt síðan að samkynghneigð var álitinn geðsjúkdómur, sumir halda fast í það enn þá.
Ef við spyrjum okkur hvernig t.d. Nietzsche hefði endað ef að hann hefði gengið til sálfræðings okkar tíma og fengið prósak eða eitthvað því um líkt. Væri hann frægur í dag? Hefði hann gert eitthvað merkilegt?
Einstein var með afbrigðilegan heila að ýmsu leiti og sem ungbarn var hann á eftir varðandi málþroska. Er um að ræða hugræna kvilla eða það sem að stundum er kallað fjölbreytileiki?
Fólk sem við köllum ofvirkt í dag er oftar en ekki það sem við hefðum kallað duglegt fólk fyrir nokkrum tugum ára.
Ef við búum til staðalímynd sem við köllum ,,eðlilegt" og reynum eins og við getum að halda öllum inn í þeim hóp með lyfjum og sálrænum aðferðum, hvað gerist þá?
Þetta svarar svo sem ekki spurninguni alveg, en hún er líka frekar flókinn, en í lokinn er best að minnast á það að heilinn okkar er hluti af mörg hundruð milljón ára þróun og þótt svo að hann sé örugglega ekki fullkominn (hvað er svo sem fullkomið?) þá hlýtur að vera eitthvað við hann sem að hélt okkur í áframhaldandi þróun síðustu þúsundir ára.