Það kemur mér á óvart hversu margir trúa á hann krissa - og það á hugi.is/visindi.
Það kemur mér reyndar ennþá meira á óvart að fólk skuli trúa á hann yfirhöfuð.
Einhver sem kærir sig um að tala um trú sína og hvers vegna hann/hún trúir?
Í fyrsta lagi þá er þægilegt að trúa á eitthvað. Þegar manni líður illa eða er hræddur um einhvern er gott að geta beðið Guð um hjálp. Að geta beðið einhvern sem maður veit að hefur meiri mátt en maður sjálfur og gæti ef til vill hjálpað manni þegar enginn maður getur það.
Í öðru lagi fær maður hausverk á því að hugsa hvaðan þessi litli gaur, sem varð seinna að öllum alheiminum, kom.[/quote
Þér finnst s.s. þægilegt að geta sett traust þitt í eitthvað sem er ekki til. Afhverju ekki bara biðja til hurðarinar um að veita þér hjálp? Þú nærð sama árangri
Þér finnst s.s. þægilegt að geta sett traust þitt í eitthvað sem er ekki til.Það eru þín orð að guð sé ekki til. Ég set traust mitt í eitthvað sem ég trúi á.
Duff
Vissulega réttmæt pæling, en hún sýnir okkur einna best hvað trú er og hvaða tilgangi hún þjónar. (Þeas. sú hlið trúar sem snýr að því að “svara” spurningum eins og þessum)
Trú er svona “falskur botn” í pælingar, hún gefur okkur svar við einhverju sem við höfum ekki svar við. (Þetta var er ekki endilega rétt)
Ef þú ert sáttur við þennan “botn” þá máttu alveg hafa hann mín vegna, en ég býst við því að kistan sé talsvert dýpri og ég ætla mér að skoða hana ofaní kjölinn. :)
Auk þess er Guð ekkert svar.
Ef einhver spyr “Hvernig varð heimurinn til?” og þú svarar “Gvuð skapaði hann”, þá er það næst því að segja “Bara”.
Þetta segir okkur ekki neitt og þetta leggur ekki neinn grundvöll fyrir frekari þekkingu.
Ef við færum að leyfa hverjum sem er að smíða nýyrði eftir sínum háttum og kalla það íslensk orð væri fjandinn laus
Notkun þess verður að vera orðin almenn áður en hægt sé að segja að það teljist til íslenskt máls.
Ég hef oft rekið mig á það í samtali við aðra að þegar þeir búa til eitthvað orð á staðnum segi ég oft “Þetta orð er ekki til” og allir samþykkja það
“Þetta orð tilheyrir ekki íslensku máli (vegna þess að það hefur ekki náð nægilegri útbeiðslu)” þegar þú segir “Þetta orð er ekki til”.
Þú ætlar varla að gera forníslensku að eina mælikvarðanum á það hvort orð teljist íslensk eða ekki. Ég skal fallast á að orð sem til er í forníslensku teljist íslenskt en ég fellst ekki á að orð sem ekki er til í forníslensku sé ekki íslenskt. Þá væri nú varla hægt að segja að nokkur maður talaði íslensku í dag.
Og orð sem komu inn í málið við kristnitökuna hljóta að teljast íslensk núna eftir rúmlega 1000 ár
[...] ef einhver býr til deig með fáránlegum hlutföllum[(i] úr viðurkenndum hráefnum [...](leturbr. mín)
Ég vil að orð sem eru illa heppnuð eigi ekki að teljast hluti af íslensku tungumáli
[...] kannski er þetta einhver hreintungustefna í mér að viðurkenna ýmis orð ekki sem hluta af íslensku tungumáli [...]
Þetta er frekar þannig að ég VIL ekki viðurkenna tilbúin orð sem hluta af íslensku máli frekar en ég get sagt mikið á móti því að fólk tali um þau sem íslensk.
Það hefur alltaf verið hluti af minni afstöðu að ný orð verða að vera mynduð eðlilega skv. orðmyndurnarreglum íslenskunnar. Líking við deig í fáránlegum hlutföllum heldur því ekki vatni.
Manni gæti dottið í hug að þú hefðir einhverja gæðahugmynd um tungumál: Um öll tungumál T gildir að illa heppnuð t-nesk orð teljast ekki hluti af tungumálinu T. En hvers vegna skyldi nokkur maður fallast á að í sérhverju tungumáli séu einungis vel heppnuð orð? Og hver á annars að dæma hvort orð er vel heppnað eða ekki? Kannski þótti stuðningsmönnum orðsins ‘sjálfrennireið’ að þeir sem notuðu orðið ‘bíll’ væru málletingjar; orðið ‘sjálfrennireið’ er jú gagnsærra og af íslenskum (eða íslenskari?) rótum.