Vatn hegðar sér eins og hver annar hlutur í þyngdarsviði, hann leitar niður á við þar til að einhver kraftur stöðvar hann eða ýtir honum til baka.
Annars má snúa þessu í ótal hringi þar sem að vatn finnst í ótal myndum á jörðinni, t.d. þá gæti vatn verið í formi skýja upp í himinhvolfunum. Orðið aftur á bak gerir náttúrulega ráð fyrir því að skýjið ferðist í gagnstæðastefnu við þá upprunalegu, þanneig að þegar það rignir fer það aftur á bak miðað við umferðastefnu þess þegar það gufaði upp í loftið. Hinsvegar þar sem að þetta er hringferli er eiginlega fáránlegt að tala um að þetta fari aftur á bak, frekar að það fari í hringi.
Svo er talað um vatn með ýmsum safnheitum, eins og á og lækur, haf o.s.frv. Venjulega sjáum við ár renna inn úr landi og út í sjó, svo að ef að brugðið er frá þessum vana er það öfugt miðað við það sem við erum vön, svo það gæti talist aftur á bak. T.d. rennur hluti Hofsáar inn í Vopnafjörð þegar það er flóð, svo að streymi vatnsins er aftur á bak.
Svo eiga hafstraumar til að skipta um stefnu o.s.frv.
Svo ég myndi segja að vatn geti runnið aftur á bak miðað við síðustu umferðastefnu, en venjulega er þetta hringrás, þ.e. eitthvað sem að gerist aftur og snýst svo við (t.d. ef að ég pumpa vatni upp hlíð, þá mun það á endanum renna aftur til sjávar seitlandi niður eftir jörðinni eða gufar upp og rignir svo.