Já, það eru til margar kenningar um upphaf og endalok alheimsins (ef ég skil þig rétt).
Fyrst ber að nefna miklahvells (e. big bang) kenninguna, en hún gerir ráð fyrir að öll orka og efni hafi í upphafi verið á einum og sama staðnum og svo hafi heimurinn byrjað að þenjast út. Það eru til nokkur líkön (heimslíkön) sem byggja á þessari kenningu og eru notaðar mismunandi jöfnur og menn gefa sér mismunandi hluti (t.d. er alheimsfasti Einsteins notaður í sumum líkönunum (sjá Almennu Afstæðiskenningu Einsteins)).
Svo eru til nokkra kenningar um endalok (eða öllu heldur framgöngu) alheimsins, ber þá að nefna óðaþennslukenninguna (e. inflationary expansion, sem getur leitt til þess sem kallast Big Rip og Big Freeze sem eru tvær mismunandi kenningar þó). Óðaþennslukenninginn gerir ráð fyrir áframhaldandi útþennslu heimsins, aðrar kenningar reikna ýmist með kyrrstöðu eða með því að heimurinn dragist aftur saman (sú kenning kallast í sem víðasta samhengi Big Crunch á ensku).
Ertu kannski að tala bara um jörðina?
Ég get svo sem útskýrt það líka, en ég bjóst við því að þetta væri það sem þú ættir við ;)
http://en.wikipedia.org/wiki/Ultimate_fate_of_the_Universe