Jújú, það er rétt að Platon fékk hugmyndina m.a. frá Santorini, eyjunni sem sprakk í loft upp (ekki í kringum tíma Platons heldur um 1000 árum áður). En það er ekki þar með sagt að Santorini (eða nein önnur eyja) sé Atlantis. Alveg eins og ef ég myndi semja skáldsögu um forseta Bandaríkjanna og léti hann vera í hjólastól, repúblikana og léti hann afstýra styrjöld í Kúbudeilunni en allt annað væri hreinn skáldskapur, þá væri til lítils að velta fyrir sér hvaða maður þetta hefði verið, Roosevelt, Kennedy eða einhver repúblikani t.d. Nixon. Þetta væri hrein skáldsaga þar sem sárafá atriði væru fengin að láni frá raunverulegum persónum úr ýmsum áttum. Ég held að því sé klárlega eins farið með söguna um Atlantis. Þetta er uppspuni Platons þótt hann hafi þekkt til og stuðst við sögur um forn menningarveldi eins og Krít og Egyptaland og hafi þekkt sögu um hringlaga eyju sem sprakk. Það er til lítils að reyna að hafa uppi á þessari eyju. Hana er hvergi að finna :)
___________________________________