Ykkur er velkomið að setja þetta á korkinn, en ég vildi bara vera viss um að stjórnendur fengju þetta í hendurnar, og sendi þetta því inn sem grein.

Ég skil bara ekki lógíkina á bak við það að skipta áhugamálinu í geimvísindi, sagnfræði, dulspeki og heimspeki. Flestar fræðigreinar eiga ekki við þessa flokkunarfræði. Hvað með flokkun svipuð og hún er í Háskólanum, sbr:

1. Atferlis- og félagsvísindi, svo sem sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði.

2. Hugvísindi, svo sem heimspeki, bókmenntafræði og sagnfræði.

3. Raun- og heilbrigðisvísindi, svo sem hjúkrunarfræði, líffræði og jarðfræði.

4. Trúmál og dulspeki, svo sem guðfræði, trúarbragðafræði og dulspeki.

5. Verkfræði og tæknivísindi, svo sem geimvísindi, byggingaverkfræði og tölvunarfræði o.s.frv.

6. Þjóðfélagsfræði, svo sem viðskiptafræði, hagfræði og lögfræði (betra nafn væri vel þegið).

Þetta myndi aðeins vera tveimur flokkum meira en er núna, en rúmar mun fleiri greinar.

Ef rökin eru þau að það sé ekki skrifað nógu mikið um tiltekna flokka til að hægt sé að réttlæta þá, þá er það, að ég held, að hluta til vegna þess að fólki finnst þetta ekki vera vettvangur fyrir þannig skrif. Því þyrfti að búa þann vettvang til.

Calliope