Bara svo það komi nú fram, þá hafa stjórnendur einstakra áhugamála (eða yfiráhugamála) ekki stjórn á þessu. Það er vefstjórinn einn sem ræður hvaða áhugamál eru til og hver eru ekki til.
Að því sögðu má benda á að þessi skipting, eins og hún er í dag, á sér sögulegan bakgrunn. Það var ekki farið út í að búa til yfiráhugamál um vísindi og fræði þar sem allar vísindagreinar ættu sér athvarf, heldur hafa orðið til áhugamál, svo sem <a href="
http://www.hugi.is/heimspeki“>Heimspeki</a> eða <a href=”
http://www.hugi.is/saga“>Sagnfræði</a>, án þess að það hafi nokkurn tímann staðið til að hafa heildarkerfi þar sem hægt væri að ræða um allar vísindagreinar. <a href=”
http://www.hugi.is/dulspeki“>Dulspeki</a> er ekki einu sinni vísinda- eða fræðigrein og á varla heima hérna. En hún er hérna af því að hún á ekki heldur heima annars staðar.
Að því sögðu má benda á að margir hafa barist fyrir fleiri vísindaáhugamálum, t.d. stærðfræðiáhugamáli eða tungumálaáhugamáli. Ástæðan fyrir því að vefstjórar hafa hikað við að setja upp slík áhugamál er sú að þeir hafa verið hræddir um að áhugamálin muni ekki ganga. Skiljanlega vilja þeir ekki dúndra upp áhugamálum sem eiga eftir að deyja út skömmu seinna. En það er hárrétt að sem þú segir, að fólki finnst yfiráhugamál eins og <a href=”
http://www.hugi.is/visindi“>Vísindi og fræði</a> ekki vera vettvangur fyrir skrif sín. Ég hef þess vegna alltaf sagt að það ætti að setja um ný áhugamál en byrja vítt og ef áhuginn reynist mjög mikill mætti bæta við þrengra áhugamáli. Þannig mætti t.d. byrja á raunvísinda- eða náttúruvísindaáhugamáli og ef áhugi á einni grein eins og líffræði, stærðfræði (sem er þó hvorki raunvísinda- né náttúruvísindagrein!) eða eðlisfræði reynist svo mikill að umræðan virðist kæfa aðra umræðu mætti kljúfa þá fræðigrein út úr og stofna nýtt áhugamál um það. Eins mætti byrja á félagsvísindaáhugamáli eða, jafnvel frekar á mannvísindaáhugamáli; og ef áhuginn á einni grein eins og sálfræði, stjórnmálafræði eða félagsfræði reynist nægilegur væri hægt að stofna sérstakt áhugamál um þá fræðigrein.
Hins vegar myndi ég ekki styðja þá hugmynd sem þú ert að leggja til. Ég sé ekki betur en að hún fæli í sér sameiningu <a href=”
http://www.hugi.is/heimspeki“>Heimspeki</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/saga“>Sagnfræði</a>. Bæði áhugamálin eru nú þegar til, hafa gengið (þótt gangi rólega) og eiga lítið sameiginlegt.
Svo er líka ekki hægt að hafa nema eitt stig af yfiráhugamálum. Eins og skipulag Huga.is er í dag er ekki í boði að hafa áhugamál eins og <a href=”
http://www.hugi.is/ufo“>Geimvísindi</a> undir yfiráhugamáli eins og raun- eða náttúruvísindaáhugamáli sem er sjálft undir enn öðru yfiráhugamáli t.d. <a href=”
http://www.hugi.is/visindi“>Vísindum og fræðum</a>. Það yrði svolítið skrítið að hafa t.d. raunvísindaáhugamál og <a href=”
http://www.hugi.is/ufo“>Geimvísindi</a> hlið við hlið. Það væri eins og að hafa undir <a href=”
http://www.hugi.is/ithrottir“>Íþróttum</a> bæði áhugamál um <a href=”
http://www.hugi.is/frjalsar“>frjálsar íþróttir</a> og um hástökk sérstaklega, eða bæði um <a href=”
http://www.hugi.is/veidi“>veiði</a> og laxveiði sérstaklega. En það er þó ekki útilokað.
En ef það ætti að fara út í svona skiptingu eins og þú leggur til, þá væri að mínu mati best að hafa sem fæsta flokka. Ég myndi þá skipta þessu í:
(a) Mannvísindi (sem innihéldi hug- og félagsvísindi), og (b) Raun- og náttúruvísindi.
Þá væru þessi tvö áhugamál undir Vísindi og fræði auk þeirra áhugamála sem eru hér nú þegar (<a href=”
http://www.hugi.is/heimspeki“>Heimspeki</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/saga“>Sagnfræði</a>, <a href=”
http://www.hugi.is/ufo“>Geimvísindi</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/dulspeki“>Dulspeki</a> (sem ég myndi breyta í Trúmál og dulspeki). Og það væri einungis tveimur flokkum meira en núna, en myndi rúma umræðu um miklu fleiri fræðigreinar án þess þó að raska þeim áhugamálum sem þegar eru til staðar :)
Hvað varðar Þjóðfélagsfræðigreinarnar má benda á að það er nú þegar til áhugamál um <a href=”
http://www.hugi.is/fjarmal“>Fjármál</a> (undir <a href=”
http://www.hugi.is/daegurmal“>Dægurmál</a>) og þar er nú þegar nokkurs konar vettvangur fyrir umræðu um löggjöf (a.m.k. löggjöf líðandi stundar), bæði á <a href=”
http://www.hugi.is/stjornmal“>Stjórnmál</a> og <a href=”
http://www.hugi.is/deiglan“>Deiglunni</a>. Og hvað verkfræði- og tæknivísindin varðar má benda að það er nú þegar til yfiráhugamálið <a href=”
http://url=http://www.hugi.is/taekni“>Tölvur og tækni</a> með ýmsum undiráhugamálum. Auk þess má færa rök fyrir því að verkfræði, þótt hún sé <i>námsgrein</i> sé ekki <i>vísinda-</i> eða <i>fræðigrein</i>, heldur <i>hagnýting</i> vísinda og fræða.
Ps. Feitletrunin virkar ekki hjá þér vegna þess að þú sendir þetta upphaflega inn sem grein og hvorki html né bbcode virkar í greinakerfinu.<br><br>___________________________________________________________________
<b>”Nec unum hoc scio, me nihil scire: Coniectio tamen nec me, nec alios."
Franciscus Sanchez (1551-1623)
- Aut tace aut loquere meliora silentio -</