4. víddin er oft talin vera “tími”, þ.e. það þarf fjögur
hnit til að staðsetja punkt í tíma og rúmi, því eru 4
víddir.
Þetta er ekki svo vitlaust, ef, skv afstæðiskenningunni,
tími er háður rúmi, og hvort um sig hefur áhrif á hitt.
Einnig hafa skammtafræðingar einhverjar hugmyndir um að
“faldar víddir” gætu verið á sveimi einhvers staðar, en
ég veit ekki eftir hvaða skilgreiningu á vídd þeir fara.
En aðallega eru víddir stærðfræðihugtök. Í kerfi venjulegu
rúmkerfi eru þrjár víddir, því það þarf þrjú hnit til að
staðsetja hlut í því. Eins eru til “fletir” sem aðeins
þarf tvö hnit fyrir og “línur”, þar sem aðeins eitt hnit
nægir. En það er ekkert sem bannar okkur að láta sem til
séu fjórar rúmvíddir, þ.e. það þurfi fjögur hnit til að
staðsetja punkt. Það er erfitt að ímynda sér slíkt en
samt sem áður ættirðu að geta fundið screen-saver einhvers
staðar sem hermir eftir slíku.
Annars skrifaði ég grein einhvern tímann um þetta:
http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=50524Gætir haft gaman að henni, lestu samt líka svörin, það
er ekki alveg allt rétt hérna, og eitthvað meira kemur
fram þar sem vantar í sjálfa greinina.
Svo eru alls kyns bækur um þetta, ef þú vilt ganga svo langt,
þá er styst að minnast bara á amazon.com, getur kíkt þangað
og athugað svo hvort eitthvað er til hér heima.
Vona að þetta hjálpi.
<br><br>“Nature is definition.”