Ég hef verið að velta fyrir málshættinum “Allt er gott í hófi” fyrir mér. Að miklum hluta til er ég sammála þessu, það er í rauninni nánast sama í hvaða dæmi þú setur þetta inni, þetta á nánast alltaf við.
Eins og athyglis miklir menn tóku eftir þá sagði ég “nánast”. Málið er að það er ekki hægt að alhæfa. Það sama gildir um þennan málshátt. Ef allt er gott í hófi, er óhóf þá ekki líka gott í hófi? Ég ætla að leiða út smá röksemd sem getur “afsannað” málsháttinn
Óhóf er gott í hófi => það er til eitthvað sem er gott í óhófi þar sem óhóf er stundum gott => það er ekki ALLT gott í hófi
Þarna sjáiði að það er ekki allt gott í hófi.
Einnig er þetta með hóf. Þar sem allt er gott í hófi þá er hóf líka gott í hófi, sem þýðir að maður á ekki alltaf að gæta hófs.
Eftir allt þetta, er þá ekki best að segja að hóf er gott í óhófi og óhóf er nánast aldrei gott (nema náttlega þegar maður talar um hóf,þ.e. hóf er gott í óhófi)?
Bara smá pæling…hvað finnst ykkur..sammála?
Hóflegar kveðjur,
Disaben :)
Passaðu þrýstinginn maður!!