Ég veit ekki hvort ég á að trúa þessu eða ekki svo ég vildi nú bara segja frá þessu.
En ef það er hægt að fara úr eigin líkama hvernig er það hægt?
Í bókinni var sagt frá manni sem var í dái og hafði verið það í marga daga og hafði reikað um spítalann að vild. hann sagði:
“Þegar átti að slökkva á öndunar vélinni varð ég hræddur og reis upp. Ég vildi sjá fjölskuldu mína aftur. En mér til furðu sá ég minn eigin líkama liggja þarna á rúminu. Konan mín var þarna og hélt í hendina á mér. Ég lyftist upp og sveif nokkra stund í lausu lofti og fannst það frekar gaman þar til ég sá lækninn taka öndunarvélina úr sambandi. Mér varð svo hverft við að ég féll úr loftinu og hvarf í líkama minn. Ég mundi allt þegar ég vaknaði….”
Maðurinn færði meir að segja rök fyrir því sem hann sá og lýsti hinu og þessu nákvæmlega.
En samt , hvernig gat hann þetta? fékk hann eitthvert áfall og ýmindaði sér þetta?
Meir að segja ég sem trúi á yfirnáttúrulega hluti, trúi þessu varla.
Í bókinni var meir að segja sagt frá því hvernig höfundurinn reyndi þetta.
Hann lá í auðu rúmi í þægilegri stellingu. Hann slappaði alveg af og lét hugann reika. Hann ýmindaði sér að hann tækist á loft úr sínum eigin líkama og gæti farið hvert sem er. Og vitir menn, hann sá líkama sinn í rúminu þvalann, andardrátturinn var hægur. Höfundurinn sagði meir að segja frá því þegar hann tók um ennið á líkamanum og fann hvað hann var kaldur.
Mér fannst þetta ótrúlegt.
Hann sagði líka frá því þegar hann heimsótti systur sína sem var í hinum enda borgarinnar.
Þegar maður fer úr sínum eigin líkama, ef það er hægt, hvernig er þá hægt að hafa tilfinningar?
Ég hef reynt þetta og það virkar ekki. Kannski er ég ekki þannig gerð að geta þetta, kannski þarf einhver með skyggnigáfu að geta þetta.
En samt er ég vantrúuð.
Það eru fullt af svörum sem geta svarað þessu en líka fullt af svörum sem afsanna þetta.
Ég sjálf veit ekki hverju ég á að trúa.
Ef einhver getur þá endilega svara.
Er hægt að fara úr eigin líkama?
Vatn er gott