Margir telja að það sé til “guð” og ímynda sér hann sem gamla gráa kallinn sitjandi í skyjunum, en ef svo væri, þá gætum við séð hann.
“en hann er ósýnilegur” er mjög algengt svar við þessari fullyrðingu.
Það væri mjög ólíklegt að það væri til eitthvað sem stjórnar okkur öllum og ræður hvenær hver deyr eða hver fæðist o.s.frv.
Hinsvegar þá er það hin kenningin um guð, að hann/hún er eitthvað lifandi innan með okkur öllum eða býr í hjörtum okkar. Ef þessu er tekið bókstaflega þá er hjartað vöðvi sem heldur okkur lífi með því að dæla blóði út í líkamann. Hægt er að nota það sem myndlíkingu, guð heldur lífi í okkur, en það væri rangt að segja. Maður þarf ekki guð til að halda lífi!
Svo er líka enn ein skilgreining á guði, og líklegast til margar fleiri, að “guð” er annað orð yfir “eitthvað ofar okkar skilningi” og þar er ekki verið að segja að það sé til einhver/eitthvað sem ræður heiminum, heldur að það sé til eitthvað sem mannshugurinn skilji ekki, líkt og það eru vissir hlutir sem mannsaugað getur ekki séð.
Mér dettur ekkert í hug í augnablikinu um neitt sem er ofvíða mannshugi, en það eru hlutir.
þó svo, þá er, næstum, ekki hægt að finna tilgang lífsins sem myndi passa við alla (þá segi ég næstum, því það gæti orðið svo einhverntímann.
þetta er aðeins mínar skilgreiningar á guði
og ekki var ætlunin að móðga neinn ef svo gerist
En ef þið eruð með betri skilgreiningu á guði þá endilega segjið frá.