<i>Svona áður en ég byrja þá fékk ég þessa grein lánaða frá vísindavef Háskóla Íslands. Og ég vona að ykkur sárni það ekki neitt</i>
________________________________
Sagt er að Einstein hafi sett þessa gátu fram.
Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sama drykkinn, reykja sömu vindlategund eða halda sama gæludýrið.
Aðrar upplýsingar:
<ol>
<li>Bretinn býr í rauða húsinu.</li>
<li>Svíinn hefur hunda sem gæludýr.</li>
<li>Daninn drekkur te.</li>
<li>Græna húsið er næsta hús vinstra megin við það hvíta.</li>
<li>Íbúi græna hússins drekkur kaffi.</li>
<li>Sá sem reykir Pall Mall heldur fugla.</li>
<li>Íbúi gula hússins reykir Dunhill.</li>
<li>Íbúi hússins í miðjunni drekkur mjólk.</li>
<li>Norðmaðurinn býr í fyrsta húsinu.</li>
<li>Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem heldur ketti.</li>
<li>Sá sem á hest býr við hliðina á þeim sem reykir Dunhill.</li>
<li>Sá sem reykir Bluemasters drekkur bjór.</li><li>Þjóðverjinn reykir Prince.</li>
<li>Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu.</li>
<li>Sá sem reykir Blends býr við hliðina á þeim sem drekkur vatn.</li>
</ol>
Þess má til gamans geta að Einstein fullyrti að aðeins 2% fólks gæti leyst gátuna. Hann var þó varla í aðstöðu til að dæma það og er talið að flestir ættu að geta leyst hana með þolinmæði.
________________________________
Eftir að ég fékk þessa skemmtilegu gátu, þá tók ég upp blað og penna, og byrjaði að krassa. Ég held að ég hafi “stúderað” þetta í 2-3 klukkutíma þangað til að ég áttaði mig á lausinni, og þú getur nálgast hana <b><a href=http://www.bmson.is/svar.htm>hér</a></b>. Ég mæli nú samt með því að þú eyðir allaveg klukkutíma í að stúdera þetta, áður en þú skoðar svarið. Því að þetta er mjög skemmtileg heilaleikfimi.