Mínir kæru hugarar, vísindaiðkendur og aðrir hugsuðir vísindasviðsins.

Ég hef verið að velta því fyrir mér nýverið hvort lífið sé það merkilegt. Leyfið mér að útskýra:

“The Existence of Life is a Highly Overrated Phenomenon”

Þetta sagði Dr. Manhattan í teiknimyndasögunni og kvikmyndinni Watchmen. Þetta fékk mig til að hugsa.

Afhverju er ‘líf’ samkvæmt skilgreiningu svona merkilegt? ‘Líf’ er lítið annað en form efnis sem hefur þann eiginleika að halda í upphaflega “stafræna” röðun og hegðun sameinda í gegnum ‘erfðir’, meðvitað um það eður ei. Það að efni sé til yfir höfuð finnst mér vera miklu merkilegra en efni sem hegðar sér á þennan hátt. Þó virðist maðurinn eiga í miklum erfiðleikum með að viðurkenna það að hann sé ekkert annað en hvert annað efnasamband, samansett úr aðallega kolefni. Hversvegna er þessi viðurkenning svo svakalega erfið?

Ég græði lítið á því að halda þessu áfram svo ég vil vita skoðun ykkar hugara á þessu málefni.

(Ég veit að það sem á undan kom er rosaleg einföldun á efninu en mér þykir það ekki breyta miklu í niðurstöðunni).
RAmen.