Sælt veri fólkið. Ég er að pósta þessu sem grein því ég er að vonast eftir að fá sem flesta í umræðuna um þessa byltingarkenndu hugmynd hans Paul Romer. Ég vonast til að stjórnendurnir sjái það sem (verðugt) markmið þessarrar greinar, fremur en að sjá þetta sem FAILED tilraun til að uppfylla kröfur um einhvern lágmarks fjölda bókstafa.

Ég *gæti* svosem alveg skrifað stutta samantekt á myndbandið áður en ég linka í það og bið ykkur svo um að deila skoðunum ykkar og pælingum (sem er aðal markmiðið mitt hér). En miðað við fyrri reynslu held ég að slíkar tilraunir muni bara verða klaufalegar og líklegar til að valda misskilningum. Ég mæli með að þið horfið bara á myndbandið.

Það sem ég ætla aftur á móti líka að skrifa hérna, eru mínar eigin pælingar frá því áður en ég sá Charter Cities hugmyndina. Eflaust mun sumum finnast þær of útópískar eða of fjar-framtíðarlegar. Þess vegna vildi ég fyrst taka fram að hugmyndirnar hans Paul Romer eru hagkvæmari og meira niður á jörðinni en mínar. Paul vill nota þetta til að hjálpa fátækum löndum og sporna við þeirri tregðu og skort á framþróun sem virðist vera í eðli stjórnmála (t.d. með því að sýna íbúum og valdamönnum hvort eitthvað virkar í þeirra landi eða ekki).



Ég mæli með að þið horfið á myndbandið áður en þið lesið lengra. En þið ráðið auðvitað hvað þið gerið:
http://www.ted.com/talks/paul_romer.html







Það sem kemur hér fyrir neðan eru svo mínar eigin pælingar frá því áður en ég sá myndbandið, og ég meina þetta sem smá auka inspiration fyrir umræðuna.

Ég hafði oft velt því fyrir mér sjálfur hvernig það væri ef fólk gæti valið sér hvernig stjórnkerfi það vill búa við. Þá gæti fólk með sterkar stjórnmálaskoðanir hætt að blóta í hljóði eða glíma við restina af samfélaginu allt sitt líf heldur fengið að PRÓFA hvernig það er að lifa í því stjórnkerfi sem það dreymir um. Jafnvel “öfgana” (eins og orðræðan er í dag allavega). Viltu prófa útfærslu af anarkisma? Beint lýðræði? Markaðsfrjálshyggju? Eða kannski jafnvel reka landið bara eins og fyrirtæki (auðveldi)? Hvað sem þú vilt kalla það, væri áhugavert að sjá það reynt. Oft heyrir maður að “alvöru” kommúnismi hafi aldrei verið prófaður, eða að hann myndi ganga betur á upplýsingaöld, eða í landi sem væri nú þegar ríkt. Endilega prófið. Og. Svo. Lengi. Framvegis. Félagsvísindafólk af ýmsum toga myndi pissa á sig af gleði held ég. Og íbúarnir myndu fíla að hafa fengið frelsið til að prófa það sem þau vildu. Sumum mun líka það sem þau sjá, aðrir munu flytja aftur til fyrri heimkynna. Sumt mun virka betur en annað, byggt á mismunandi forsendum, eftir því hvort fólk vill hámarka gróða, öryggi, einstaklingsfrelsi, lýðræði, jafnrétti eða eitthvað annað (eða blöndu). Allt þetta væri sjúklega áhugavert að stúdera og ræða um.

Hugmyndir mínar um svona custom ríki sem fólk myndi stofna voru þó alltaf full ópraktískar. Það skásta sem mér datt í hug var að fólk með sömu skoðanir en mismunandi þjóðerni myndi kaupa eyju, eða jafnvel yfirgefinn olíu/gas borpall. Charter cities pælingin er augljóslega mun hentugri, þar sem ekki þarf að KAUPA land frá umráði annars ríkis (hægara sagt en gert) og ekki þarf að byggja infrastructure frá grunni.






Jæja þá er þetta búið hjá mér. Ég vona að við fáum góða umræðu bæði um:

1) Praktísku pælingar Paul Romers um hvernig er hægt að nota svona tilraunasvæði til að breyta heilu löndunum á endanum

2) Hinar pælingarnar um að kannski í framtíðinni muni fólk geta valið sér af “menu” af stjórnkerfum til að lifa við.


Hérna er svo enn meira efni um hugmynd Pauls, ATH samt að það er alveg nóg að horfa á stutta myndbandið til að taka þátt í umræðunni, þetta er bara ef þið viljið læra meira.

Hérna er lengri ræða um hugmyndina, mjög góð:
http://fora.tv/2009/05/18/Paul_Romer_A_Theory_of_History_with_an_Application


Og hérna er vefsíða hugmyndarinnar og hreyfingarinnar sem vill sjá þessa hugmynd setta í framkvæmd:
http://www.chartercities.org/