Fremingin er staðfesting á skírninni. Áður fyrr var fermingin litin aðeins öðrum augum en gert er í dag. Í dag er haldin veisla, börnin læra eitthvað um einhvern guð og fá svo fullt af gjöfum. Ári seinna hafa þau gleymt mestu af því sem þau lærðu og halda áfram inn í lífið.
Nokkrum árum seinna átta börnin, sem þá eru orðin tiltörulega þroskaðri, sig á því að þau trúa á Guð. Þau trúa að Kristur hafi verið uppi og að hann hafi frelsað þau. Þau fara að efast. Hugsa aðeins betur út í þetta og átta sig svo loks á því að þau trúa ekkert á Guð. Þau líta til baka og fara að hugsa út í það afhverju þau fermdust.
Mér finnst að það ætti að hækka aldurinn um þó nokkuð mörg ár, þá helst upp í átján ára aldurinn. Þetta var kannski öðruvísi í “gamla daga” þegar börn voru talin fullvaxta 14 ára gömul. Einnig einkennist þjóðfélagið okkar, eins og það er í dag, af trúleysi, fólk sækir krkju aðallega á jólum og páskum , en gleymir því að rækta trúna og tileinka sér hana.
Er þjóðfélagið okkar kannski bara trúlaust? Hvað þarf til að fá fólk til að hugsa aðeins meira um það sem það segist trúa á?
Þegar ég “horfi til baka” þá sé ég ekki eftir að hafa fermst. Ég gerði það þó á tímabili því mér fannst ekkert vera í það spunnið sem ég var að trúa. En þegar á málið er litið út frá öðru sjónarhorni, þá er í raun verið að boða trú, þá trú sem allir trúa á. Öll trúarbrög eru með sama kjarnann, sama boðskapinn, en mörgum manninum hefur tekist að rangtúlka þau (hver túlkar þau aðsjálfsögðu á sinn hátt, en það eru sumir sem hafa tekið sumu of bókstaflega í gegnum aldaraðirnar). Þess vegna finnst mér, svona eftir á að hyggja ekkert vitlaust að hafa fermst, en ég hefði samt sem áður viljað taka þá ákvörðun seinna.
Þegar öllu er á botni hvolft er bara til einn guð….eða hvað…?
Ég mundi halda að trúarbrögð eru nánast eins mörg og skoðanir sem menn hafa.því þegar menn fá upplýsingar í sínar hendur þá velta þeir þeim fyrir sér fram og til baka þangað til þeir finna eitthvað sem þeim líkar og nota það svo, en gleyma afganginum af upplýsingunu.
Svo segi ég…dæmi hver sem vill……

Kveðja Disaben
Passaðu þrýstinginn maður!!