LHC er öreindahraðall í CERN (Kjarnorkurannsóknarráð Evrópu) nærri Genf í Sviss.
Hann er risastórt, hringlaga rör þar sem öreindum er hraðað nálægt ljóshraða og að lokum klesst saman svo þær splundrist í aðrar einingar og eru þær síðan rannsakaðar.
LHC er 26,7 km að ummáli og verður stærsti öreindahraðall í heimi þegar hann verður opnaður í Maí 2008, t.a.m. 7 sinnum stærri en Fermilab.
Eins og er má segja að öreindafræðin hafi staðnað. Það eru margar hugmyndir og tilgátur til á pappírum sem bíða í eftirvæntingu eftir LHC og mun lítil framför verða þar til hann verður opnaður en hann var byggður með hjálp frá yfir 2000 eðlisfræðingum í 34 löndum og hundruð háskóla og tilraunastofa.
Það sem menn leitast eftir að finna er meðal annars:
Higgs eindin - En hún er týndur hlekkur í hinu svokallaða Standard Model og er talinn vera eindin sem gefur fyrirbærum massa. Ef manninum tekst að staðfesta tilveru Higgseindarinnar þá verður það gífurlega stórt skref í átt að The Grand Unified Theory (sameining þriggja af frumkröftunum, rafsegulkrafti, veika- og sterka kjarnakraftinum) og vonandi skýrir hún líka hvers vegna fjórði krafturinn, þyngdarkrafturinn, er svona veikur í samanburði við hina og yrði þá líka skref í átt að The Theory of Everything eða Kenningunni um allt.
Graviton eða þyngdareind - Þetta er eind sem strengjafræði spáir meðal annars fyrir og er boðberi þyngdaraflsins. Það sem strengjafræðingar vona er að við verðum vitni að því þegar þessi eind sleppur í aðra vídd
Hulduefni og -orka: Skilja eðli þessara fyrirbæri.
Auk MARGRA annarra verkefna.
Fjöldi leystra verkefna fækkar auðvitað eftir því sem hraðlar eldast og er því strax búið að stinga upp á Super-LCH og að hann verði byggður eftir 10 ár.
Kostnaður við byggingu LHC er í kringum 3 milljarðar Svissneskra franka.
Eins og í öllum heimildarmyndum frá Hollywood (og trúaða ;) )verður alltaf að fylgja smá dómdagsspá í endann.
Tilgátur eru um það að LCH geti búið til micro-svarthol sem gæti haft gífurleg áhrif á jörðina. Þetta svarthol myndi þó verða agnarsmátt (Ef gert yrði svarthol úr jörðinni myndi það vera um 1 cm að stærð) og telja flestir vísindamenn það harla ólíklegt.
Í fyrsta lagi vegna þess að ef LHC gæti búið til svarthol hefði þetta löngu komið fyrir jörðina og tunglið vegna geimgeisla sem eru mikið orkumeiri en þeir sem eru búnir til í LHC. (“Guð-minn-góður”-eindin sem fannst 1991 mældist um það bil 3*10^20 eV eða 50 joule. Það samsvarar orkunni sem hafnarbolti(140g) á 27m/s felur í sér. Orkan sem LCH mun vera að vinna með er að stærðargráðunni 7*10^12 eða hundrað milljón sinnum minni orku)
Í öðrulagi, ef þeim tækist að skapa svarthol, þá er því spáð að það myndi brotna niður vegna Hawking geislunar, þ.e. að það sé ekki nægilega stórt til að viðhalda sér.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig