Heimspeki


Er einhver hönnuður á þessum heimi?

Ef þið sjáið einhvern hlut tökum sem dæmi bíl. Sem er settur saman úr mörgum hlutum og við hugsum að það getur ekki annað verið en að það sé til höfundur, hönnuður að þessum flókna hlut eins og bíl. Ekki verður hann til af engu.
Þróunarkenning Darwins stangast á við trúnna. Vottar Jehóva trúa því að efnisheimurinn hafi orðið til fyrir 10.000 árum. Og að heimurinn hafi verið til á sex dögum.

Það er sagt að “sannir” vísindamenn mega ekki hugsa um eitthvað sem er ekki hægt að rannsaka eða mæla. En það er einfaldlega óhjákvæmilegt að hugsa lengra.

En hvað höfum við lært af nátturunni?

Dýrin eru ótrúleg fyrirbæri og hefur mannkynið lært óteljandi mikið af nátturunni til að hanna betri Bíla, tæki, flugvélar og fleira og fleira. Vísindamenn rannsaka fugla t.d. og fá betri og betri hugmyndir til að gera flóknari og öruggari flugvélar. Bandaríski herinn er að hanna tæki með átta fætur og hagar sér eins og sporðdreki og er til þess að finna jarðsprengjur.

Fuglar hafa ótrúlega mikla eðliskvöt. Þeir ferðast margir marga þúsund kílómetra í allskonar veðurskilyrðum og samt sem áður komast þeir alltaf leiða sinna og rata alltaf aftur heim. Dýr virðast aldrei eyða óþarfa orku og finna alltaf á sér réttu leiðina.
Það er ótrúlegt að spá í þessu öllu.



Plöntur

Ef þú skoðar t.d. sólblóm og virðir fyrir þér munstrið sem kemur út frá miðjunni þá sérðu að það er einhver ákveðin regla hvernig sólblómið vex og þú getur séð hvað mynstrið verður óvenju fallegt.

Þetta er semsagt kallað Fibonacci-talnarunan.

Svo er eitt annað mjög merkilegt og það er “gullna sniðið” eða “gullna talan” Þetta er hlutfall sem þú getur fundið í öllum lifandi verum í náttúrunni. Þessi tala er 1,618. Ef þið t.d. mælið ykkur sjálf frá haus og niður bara eins og maður venjulega mælir hæð sína og mælir síðan líka frá nafla og niðrí gólf og svo deilir þú lengri hæðinni í stuttu hæðina. Athygaðu hvort þú færð ekki þessa tölu. Þú getur fundið þessa tölu allsstaðar.

Ég er bara að taka ýmis dæmi og benda á hvað mikið í heiminum er merkilegt og hvað mikið af þessu er byggt á stærðfræði.

Plánetur

Líka mjög áhugavert að hugsa um geiminn og pláneturnar. Við erum að sjálfsögðu á fleigi ferð um alheiminn. Til að koma með létt dæmi til að ímynda sér hvernig við ferðumst um heiminn er gott að sjá fyrir sér heitapott. Hann er fullur af vatni og þú ert með hamstur í glerkúlu í vatninu. Síðan er stórt niðurfall fyrir neðan. Þú tekur tappann úr, vatnið rennur úr og vatnið snýst réttsælis og koma rendur í vatnið sem sýnir í hvaða átt vatnið rennur og það getum við kallað vetrarbrautina sem við erum í. Hamsturinn í kúlunni reynir að hlaupa en snýr bara kúlunni á meðan hún rennur með vatninu og svona snýst Jörðin. Hún snýst ekki aðeins í kringum sig heldur líka frá toppi og niður. Vetrarbrautin er bara nákvæmlega eins og vatn sem er að sogast úr niðurfalli.

Það óhugnanlega við þetta er hvað Jörðin okkar er í mikillri hættu á að rekast á eitthvað sem gjörsamlega gjöreyðir Jörðinni.

Svarthol er í miðri vetrarbraut okkar og við erum eiginlega hægt að “sturtast” niðurí svartholið.

Júpíter hefur hinsvegar bjargað okkur frá halastjörnum og loftsteinum. Allveg ótrúlegt hvað Júpíter gerir mikið gagn á því að vera mörgum milljónum ljósára í burtu.

Afhverju bjargar Júpíter okkur?: Það er vegna þess að Júpíter er með svo öflugt aðdráttarafl að hún dregur allt að sér.

Eitt samt sem er einnig umhugsunarvert: Þegar loftsteininn skall á jörðina sem útrýmdi risaeðlunum, afhverju fór hann fram hjá Júpíter?

Til að mynda 200m loftsteinn í þvermál nær ekki að snerta Jörðina áður en hann brennur upp í lofthjúpnum.


En þróunarkenningin byggist á því að líf hafi kviknað út frá lífvana frumum og út frá því myndaðist LÍF. Ef að þetta er allt byggt á þróunarkennningu þá sjáið þið að lífið hefur lítinn tilgang. En við höfum tilfinningar og höfum getu til að láta okkur líða vel.



Það skiptir máli hverju þú trúir

Ég ætla núna að koma fram með mína eigin kenningu. Köllum hana “Arasonkenninguna” þar sem ég heiti Steinar Arason.

Geimverur hafa komið á Jörðina og skilið eftir síg lífverur á Jörðina. Hugsið aðeins út í þetta. Erum við ein í þessum risastóra heimi? Það kemur ekki til greina að við séum hér alein í alheiminum. Vísindamenn segja að það sé ómögulegt að komast út úr sólkerfinu. Við búum ekki við nógu mikilli þekkingu til að segja hvort eitthvað annað líf sé til í alheiminum. Að trúa á geimverur er eins og að trúa á Guð.

Allir þessir Pýramídar og öll þessi undur sem allir furða sig á að hafi tekist að byggja á þessum tíma, gat það ekki hafa verið geimverur sem “hjálpuðu til?”

Þetta er allt mjög umdeilanleg málefni og fer bara eftir hvað fólk trúir en hverju trúir þú?


Mínar síður: Vinsamlegast dustið af skónum!

www.myspace.com/steini
www.blog.central.is/gommarar