Hvar: Háskóla Íslands, fyrirlestrarsal 101 í Odda
Hvenær: Laugardaginn 10. mars
Vefslóð: http://www.resextensa.org
Trúir fólk almennt flestu sem því er sagt án umhugsunar? Hvað einkennir gagnrýna hugsun og hvernig má efla hana í lífi og starfi? Er rétt að efast um allt?
Res Extensa er nýstofnað félag sem hefur hug, heila og hátterni að viðfangsefni sínu. Markmið félagsins er að standa vörð um hvers kyns umfjöllun um þessi mál, skapa umræðu um þau og kynna fyrir almenningi. Res Extensa er enn fremur ætlað að virkja fræðimenn og efla þverfagleg samskipti og samvinnu. Næstkomandi laugardag, 10. mars, er fyrsti viðburður á vegum Res Extensa, ráðstefna um gagnrýna hugsun og gagnrýnisleysi.
Dagskrá:
10:00 Ráðstefnan sett
10:20 Friðrik H. Jónsson: Eru Íslendingar trúgjörn þjóð?
10:50 Margrét Björk Sigurðardóttir: Vísindin og ljósvakamiðlar: Hvað er rétt?
11:20 Þorlákur Karlsson: Hálf-sannleikur í niðurstöðum
skoðanakannana
11:50 Ólafur Páll Jónsson: Gagnrýnar manneskjur
12:20 Hádegishlé
13:30 Sigurður J. Grétarsson: Sálfræði: Vísindin og veruleikinn
14:00 Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Eigum við alltaf að efast ef við getum?
14:30 Ýmir Vésteinsson: Lyf og lyfleysur
15:00 Kaffihlé
15:15 Sverrir Jakobsson: Hvernig nálgumst við fortíðina? Hvaða máli skiptir gagnrýnin hugsun í sagnfræði?
15:45 Anton Örn Karlsson: Sjálfvirk og ómeðvituð viðhorf: Geta menn alltaf verið gagnrýnir á sjálfa sig?
16:15 Ólafur Teitur Guðnason: Fjölmiðlar: Geturðu treyst þeim?
16:45 Ráðstefnuslit
ALLIR ERU VELKOMNIR, ÓKEYPIS INN