Jæja núna er 19 keppnin búin!
Vonandi kemur ný keppni á morgun (ef ekki kemur hún væntanlega eftir nokkra daga!)
Stigatafla úr 19 keppni:
Dala – 2.5 stig
Loki – 9 stig
StonerX – 6 stig
Vikkisig – 10 stig
Kitiboy – 5 stig
Haukzi – 4.5 stig
Aegishjalmur – 4 stig
Arkímedes – 6.5
absent – 3.5
Eins og sést hér var Vikkisig stigakonungurinn.
En hérna eru svörin.
1. Hvað hetir fyrsti skandinavíski maðurinn sem fór út í geiminn? (Efirnafn Nægir) - Christer Fuglesang
2. Hvaða fyrrum einræðisherra í Chile dó fyrir skömmu, 91 árs að aldri? - Augusto Pinochet
3. Með hvaða tölu er ekki hægt að deila í stærðfræði? - Tölunni núll, 0.
4. Hvað merkir endingin -itis á eftir orðum í læknisfræði? -
Bólga á viðkomandi stað (Dæmi Hepatitis, Bronchitis)
5. Hvaða ár var fyrsti bæjarstóri Hafnarfjarðar kosinn? 1908
6. Hvað er þyngdarhröðun jarðar ef hlutur færist frá jörðu? -9.8 m/s
7. Hvað er Kallmansheilkenni og hvernig einkennist það ? - nefndu 4 einkenni (Þarf ekki að skrifa allt nákvæmlega)
Svona smá útdráttur hvernig var hægt að útskýra það Kallmansheilkenni er sjaldgæfur kvilli sem einkennist af skertu eða engu lyktarskyni, vanþroskuðum kynfærum, lítilli kynhvöt og ófrjóum kynkirtlum (ekkert egglos verður í konum og sáðfrumur eru engar eða mjög fáar í körlum). Önnur einkenni eru skapsveiflur, þunglyndi, kvíði, þreyta og svefnleysi. Ef sjúklingar fá ekki meðhöndlun er hætta á beinþynningu síðar á ævinni.
8. fyrir hvað stendur ADHD? Attention Deficit Hyperactivity Disorder
9. hvaða ár var bifreiðaeinkasala ríkisins lögð niður? 1942
10. Hvað heitir efnið CH3CH3 skv. IUPAC nafnakerfinu? - Etan
ath ef ég hef misreiknað stigin sendið mér einkaskilaboð og ég skal reikna þau aftur.
Yaris 06' good shit