Sammála gthth, að gera eitthvað þessu líkt hvort sem væri með eða án ávinnings væri sorglega tilgangslaust :/
Þar sem ég hef ekki gert þessa tilraun, og ætla mér það ekki, þá á ég erfitt með að ímynda mér hvað myndi gerast. En í tengslum við ýmis mannvísindi hef ég lesið mér til um ómannúðlegar og tilgangslausar tilraunir á dýrum og sérstaklega öpum, þar sem þeir eiga jú að vera líkastir okkur mönnunum. T.d. að taka tvo nýfædda apaunga frá móður sinni og láta annan alast upp á köldum vírnets-dropateljara og hinum á svipaðri maskínu sem klædd er í fake-fur. Og myndirnar af litlu greyjunum hangandi, haldandi dauðahaldi, með stóru augun sín, horaðir og þurfandi, var eiginlega nóg fyrir mig til að skilja að sama hvað þessi tilraun leiddi í ljós, þá svaraði það ekki þeim kostnaði sem það útheimti af mannúð. Niðurstaðan miðaðist við það, í raun, hvor þrifist betur. Sá með fake-furið lifði einhverjum vikum lengum. Hvorugur lengur en 6 mánuði.
Annars myndi ég trúa því að þessi ákveðni api gengi fljótlega á vit feðra sinna, þar sem það sem lýst er í tilrauninni líkist kínversku dropa-pyntingunni. Og ég er ansi hrædd um að ekkert ungviði myndi þola hana til lengdar. Fyrir utan fylgikvilla og sýkingar tengdum tækjum og tólum sem grædd væru í nýbura með vanþroskað ónæmis- og taugakerfi.
Ég vil benda fólki á mikilvægi þess að velta fyrir sér siðfræði vísinda á þessum síðustu og verstu tímum. Ég er ekki að gagnrýna þig, eða að reyna að vera eitthvað andstyggileg, en það hefur komið fyrir í gegnum tíðina að fólk hreinlega gleymir sér í töfrum vísindanna á kostnað mannúðar og skynsemi. Það er í lagi að velta þessu fyrir sér, en ég vona að það verði aldrei neitt meira en vangaveltur.
Bestu kveðjur,
Lynx