Ef við tökum alheiminn og óendanleikan saman þá fáum við út að alheimurinn hafi aldrei byrjað og muni aldrei enda ! Þá vill ég koma með þá spurningu um það hvernig fólk hugsi sér alheiminn fyrir Big Bang !!! Er alheimurinn að þenjast út og dragast svo saman aftur og aftur í óendanlegri hringrás eða er hann á óendanlegri útþennslu eða mun hann einhverntíman stöðvast ?
Ég persónuleg tel ekki trúlegt að hann stöðvist þar sem allt heldur áfram nema að einhverjir utanaðkomandi kraftar komi til, en auðvitað eru til kraftar í alheiminum og þeir gætu stuðlað að því að alheimurinn dragist svo aftur saman.
Svo ef menn vilja halda að alheimurinn sé óendanlegur þá kemur aðeins ein kenning til greina, en það er að alhiemurinn sé að þenjast út og dragist svo saman ! Annars væri alheimurinn ekki óendanlegur. Því þá hefði hann byrjun.
Svo þá kemur sú spurnig upp hvort alheimurinn sé óendanlegur og hvort hann hafi alltaf verið til eða ekki.
En aftur að spurningunni með hvað var áður en Big Bang var.
Hvernig myndaðist þessi eldhnöttur (eða hvað sem það var) sem sprakk svo og var nefnt Big Bang. Var hann skapaður eða hefur hann alltaf verið til ?
Þetta er bara svona smá pæling frá ofvirkum stjörnufræði nemenda :)
Kv, Steini