Gallíum vefleiðangur Vefleiðangur gerður fyrir nát 123, fannst þetta spennandi efni af því það bráðnar í höndum þér!

Gallíum

Sætistala: 31
Atómmassi: 69,73

(sjá meðfylgjandi mynd)

Mynd eitt: Hér sést það glögglega að gallíum er fljótandi yfir 30°c.

Bygging:
Gallíum hefur 31 róteind og ýmist 38 eða 39 nifteindir en algengari eru þó 39. Rafeindir eru 31 og þær skipast svo á hvolf, á innsta hvolfi eru 2 rafeindir á öðru eru þær 8, á því þriðja 18 og því fjórða 3.


Uppgötvun og nafngiftir:
Gallíum var uppgötvað árið 1875 af Frakkanum Paul-Emile Lecoq de Boisbaudran (1838-1912). Til eru tvær útskýringar á því hvernig gallíum fékk nafnið, önnur, sú rökréttari, er sú að de Boisbaudran hafi verið að heiðra föðurland sitt Frakkland sem heitir á latínu Gallía. Hin er sú að nafnið hans Lecoq; haninn, er þýtt gallus á latínu og gallíum sé dregið af því.
Eins og um mörg önnur frumefni hafði Mendelejeff spáð fyrir um tilvist gallíums og stakk upp á nafninu ekaaluminum með skammstöfunina Ea, vegna líkinda við ál.

Gallíum í náttúrunni:
Gallíum finnst ekki hreint í náttúrunni heldur er það alltaf í sambandi við önnur efni, sem dæmi má nefna kol, ál og olíu. Þrátt fyrir það er gallíum 34. algengasta frumefnið í jarðskorpunni. Gallíum er auka-afurð áls í framleiðslu.

Gallíum í daglegu lífi:
• Gallíum er notað í háhita hitamæla þar sem það er fljótandi á stóru sviði, allt frá 29,76°c – 2204°c. (sjá mynd eitt)
• Gallíum er stundum málað á gler og verður þá afar góður spegill.
• Efnasambönd gallíums eru notuð í ljósleiðara, hálfleiðara og transitora.
• Gallíum er notað í sólarrafhlöður.
• Gallíum er einnig notað til að blanda út í dýrari málma en minnkar það verðgildi þeirra og gæði.

Heimildaskrá:
Bækur:
• Descriptive chemistry – McQuarrie & Rock – W.H. Freeman and Company, New York – 1984
• Eðlis- og efnafræði – Orka og umhverfi – Rúnar S. Þorvaldsson – Iðnú – 2000

Vefheimildir:
• www.webelements.com
• www.namsgagnastofnun.is/lotukerfi

Ljósmyndir:
• www.seilnacht.tuttlingen.com/ Lexikon/31Gallium.htm

Aðrar heimildir:
• Náttúrufræðingurinn – 1995
Just ask yourself: WWCD!