Þetta er svona frekar ýkt ritgerð sem ég fann einhvers staðar og mér fannst hún áhugaverð:
Það er árið 2030 og fæstir af ungu kynslóðinni vita hvað GSM sími er því annð er tísku, skyntölva kallast það. Skyntölvan var fyrst framleidd 2010 og hefur síðan þá verið í stöðugri endurnýjun. Skyntölvan er eins konar lófatölva en þó öflugri og tæknivæddari. Krítarkort, stúdentakort, ökuskírteini og önnur svipuð skírteini og pappírar eru orðin ótrúlega gamaldags og varla í notkun lengur. Slíkar persónulegar upplýsingar eru allar í skyntölvunni. Þegar gengið er í gegnum sérstakt hlið í verslunum skannar hliðið um leið vörumerkin á vörunum og tekur út fjárhæðina af greiðslukortinu í gegnum skyntölvuna. Skyntölvan getur líka gert margt fleira. Hún inniheldur dagbók og forrit sem virka þannig að komi vinur eða kunningi nær okkur en í 100 metra fjærlægð gerir skyn tölvan okkur vart við. Ef við komum viðkomandi ekki fyrir okkur í fljótu bragði getum við á örskotsstundu látið blátannartölvuna rifja upp sögu kunningskaparins. Skyntölvan getur auk þess auðveldað rannsókn á mannhvörfum og getur látið gervihnött vita hvar við erum nákvæmlega á hnettinum. Börnin týnast þá aldrei. Hvert sem þau fara getur skyntölvan þeirra látið vita um staðsetningu þeirra. Skyntölvan getur flokkað veitingahús í grenndinni eftir því hvernig matseðillin er og lætur okkur vita hvort maturinn fellur að okkar smekk. Strætó dregur fargjaldið sjálfkrafa af reikningnum þínum og þú þarft hvorki að kaupa miða eða sýna kort. Bíllinn gengur í skugga um það sjálfur hvort sá sem sest undir stýri hefur rétt til að aka bílnum. Þá eru sæti, stýri og hitastig sjálfvirkt stillt að óskum þess sem nú hefur sest í bílinn.
Geimferðir eru daglegt brauð og jafn algengt að fara út í geim og það var að fara í sumarfrí til sólarlanda. Úti í geimnum eru rekin geimhótel fyrir almenning þó að fyrstu árin hafi slíkar ferðir eingöngu verið fyrir milljónamæringa.
Heimurinn hefur áttað sig á að öll þessi mengun gekk ekki lengur og næstum öll lönd skrifuðu undir samning um að banna farartæki sem menga og eru slík farartæki ekki framleidd lengur. Rafmagn, vetni og sólarorka hafa komið í stað bensíns, kola, kjarnorku. Unnið hefur verið að því að finna ráð til að eyða gömlum kjarnorkuúrgangi. Um þessar mundir er verið að þróa tæki sem vonast er til að muni geta eytt geislavirkum úrgangi. Vísindamenn eru bjartsýnir og fólk talar um að halda verði árlega upp á daginn sem lausnin sannar sig og fyrsta geislavirka úrganginum er eytt.
Skycar (flugbíl) er bíll sem má sjá þegar litið er út um gluggan. Skycar er bíll sem fer lóðrétt upp eins og þyrla. Hann virðist hanga í lausu loft í andartak áður en hann þýtur af stað áfram eins og flugvél. Hámarkshraðinn er um 600 km á klukkustund og getur ferðast 1.400 km án þess að þurfa að hlaða sig. Vélin gengur á rafmagni. Það var fyrst svo gífurlega mikill hávaði í bíllnum að hann braut hávað takmörk í flestum borgum jarðar. En það fannst lausn á því þegar það tókst að einangra vélina algerlega árið 2017. Skycar kom fyrst á markað árið 2023 og því búinn að vera til í 7 ár.
Í dag notar unga kynslóðin stereo-græjur sem hægt er að stilla í botn án þess að aðrir en hlustandinn heyri í þeim. Þetta er vegna þess að einungis heyrist í tækjunum í ákveðinni fjærðlægð. Unga kynslóðin eyðir ennþá miklum tíma í leikjatölvur. Þær eru samt miklubetri en þær sem voru þekktar árið 2000. Með hjálp skyntölvutækninnar lifa krakkarnir sig miklu betur inn í leikina en í gamla daga. Krakkarnir hendast um á Skycar sem til er í ýmsum útgáfum fyrir krakka á öllum aldri. Krakka-Skycar er samt minni og kraftminni en Skycar fyrir 13 ára og eldri. Krakka-Skycar er mjög vinsæll og má sjá krakka allsstaðar í loftinu að leika sér á þeim í ýmsum leikjum.
Kismet var fyrsta alvöru gervigreindar vélmennið. Tilkoma þess var byrjunin á byltingu á gervigreindarsviðinu. Nú árið 2030 er gervigreind í næstum hverju tæki á heimilinu. Ef ég spyr t.d. ísskápinn hvað hann hefur að geyma þá svarar hann mér og lætur mig vita hvað mér finnst skárst að því sem er ísskápnum.
Það geisaði stríð í kringum 2020-2025 þá voru í fyrsta sinn notuð vopnuð vélmenni í hernaði. Hringlaga smáþyrlur svifu að skotmarkinu og beindu síðan leysergeisla á skotmarkið. Því næst komu ómannaðar orrustuvélar sem greindu leyserinn og vörpuðu sprengjum á staðinn sem hann bennti á. Ómannaðir kafbátar voru látnir fara óséðir um síki borganna og planta sprengjum í aðal brúm óvinaþjóðanna. Lítil tölvu skordýr voru látin kanna heilu borgirnar, hús fyrir hús. Ef þær rákust á hersveit óvinavélmenna notuðu þær örbylgjur til að eyða hersveitinni. Vélmennin sem eru notuð árið 2030 í landhernaði eru notuð til að finna kjarnavopn og efnavopn. Þau eru mjög lík skordýrum en eru ekki mjög tölvuvædd. Þau geta þó haft samband sín á milli en ef þau eru fönguð þá eru þau forrituð til sjálfseyðingar.