Gufuhvolfið er gert úr nitri að 78 hundraðshlutum og súrefni 21 af hundraði.
Nitrið í loftinu er frá rotnuðum jurta og dýraleifum.
Auk niturs og súrefnis eru nokkrar sjaldgæfari lofttegundir, svo sem argon, neon og helín.
Aðdráttarafl jarðar heldur gufuhvolfinu í skorðum.
Lofthjúpurinn þéttist eftir því sem nær dregur jörðu.
Hluti gufuhvolfsins sem er næst jörðu nefnist veðrahvolf í því er 90 % alls lofts. Veðra hvolfið nær að meðaltali 10 km upp í loftið.
Fyrir ofan veðrahvolfið er heiðhvolfið. Í því er ósonlagið sem er mikilvægt fyrir allt líf.
Ósonlagið ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum. Ósonlagið er í 20 til 35 km hæð .
Geislar sólarinnar eru nauðsynlegir öllu lífi á jörðinni.
Út af lofthjúpnum verður mikill varmi eftir á jörðinni og gerir hana að vistvænum stað. Ef lofthjúpurinn væri ekki þá væri meðalhiti á jörðinni
undir 18 gráðum.
Loftmengun gerir það að verkum að verkum að of mikill hiti verður
eftir í Andrúmsloftinu. Afleiðing þess er að hiti hækkar.
Helsta örsök þess er koltvíoxið sem kemur úr olíu og jarðgasi.
Það gerist líka vegna metans, freons og sjaldgæfari efna
Vindakerfi jarðar.
Vindar eru loft á hreyfingu. Helstu orsök vinda er ylur sólargeislanna. Sólin hitar upp loftið sem við það léttist og stígur upp á við. Þá sogast loft
inn í tómarúmið og vindar myndast. Það er kallað lágþrýstisvæði eða lægð.
Loftið umhverfis miðbaug hittnar myndalega og stígur. Smám saman
Kólnar loftið og víkur út til hliðanna, til norðurs og suðurs.
Við hvarfbaugana fellur loftið og þrýstist niður til jarðar, þar myndast háþrýstisvæði eða hæð mikill hluti loftsins sem fellur þannig hverfur aftur inn að miðbaug. Þeir vindar sem þannig verða til nefnast staðvindar.
Mismunandi ástæður úrkomu.
Þegar rakir monsúnvindar koma verða þeir að hækka sig til að komast yfir fjöll . Við það kólna þeir og sleppa frá sér ótrúlega miklu vatni
Önnur tegund úrkomu verður þegar kaldir loftmassar mætast.
Þar myndast skil. Þegar kaldur loftmassi þrýstir á heitan er talað um kuldaskil. Hitaskil er þegar heitur loftmassi rekst á kalt loft.
Loftið kælist og það fer að rigna.
Þriðja tegund úrkomu verður yfir heitum og rökum landflæmum.
Við hitann gufar rakinn upp, stígur upp á við og myndar ský
Tempraða beltið
Á norðurhveli jarðar er breitt belti, tempraða beltið, um það bil 40°N til 65°N.
Temprað beltið einkennist á því að meðalhitinn í júlí er meira en 10° og árstíðarmunur mikill.
Á veturna er frost langtímum samann og oftast snjór á jörðu.
Barrskógar þekja norðurhluta tempraða beltisins.
Barrskógabeltið liggur hringinn í kringum norðurpólinn.
Fyrir sunnan það eru laufskógar þeir fella laufið á veturna.
Lengra inn í beltinu taka við grassléttur.
Don't eat yellowsn0w!