Fólk í dag er heilaþvegið af þessu fyrirbæri sem það kallar ást.
Hvað er ást?…þegar þú elskar makann þinn? Fólk í dag hefur ekki hugmynd um hvað ást er. Og þó að þið séuð 51 árs gömul og búinn að vera gift í 40 ár og hugsið “Ég er elska Karlinn/Kerlinguna mína og er búinn að gera í 50 ár og ég hlusta sko ekkert á einhvern heimskan ungling” Þá veit ég samt betur en þið(og þið getið líka alveg sagt að ég sé merkilegur með mig að segja þetta). Fólk ruglar saman ÁST og LOSTA. Fólki líkar við hvort annað
..ok lýtum á þetta svona:
Stelpa hittir strák. Henni líkar hvernig hann lýtur út, henni líkar hvernig hann hugsar, henni líkar við skoðanir hans. Fyrir henni er hann fyndin, skemmtilegur, áhugaverður og henni langar að vera með honum. Henni finnst einfaldlega þægilegt að vera nálægt honum og svo grípur lostinn(illskan) í taumana og henni langar að rí** honum og hún fer að tæla hann og þau enda með að sofa saman. Þau skemmta sér vel, þeim líkar við hvort annað og *boom* þau HALDA að þau elski hvort annað og eftir smá stund eru þau búin að gifta sig, hrúga niður börnum og blabla.
Gallin er bara sá að þau eru langt frá því að elska hvort annað.
Ef presturinn myndi segja í giftingunni “Nú mátt þú klippa þumalputtann af þinni heitelskuðu til að sanna ást þína á henni” þá væri hún ekki lengi að hlaupa út. Þið sem sitjið og haldið að þið elskið makann ykkar! Hugsiði núna. Myndu þið skera úr ykkur augun til að sanna ást ykkar á manninum/konunni ykkar *NEI* það myndu þið ekki gera og ef einhver þrjóskast við og segir JÁ þá myndi sú hugsun vera fljót að breytast þegar hnífurinn væri komin upp að auganu. Það er enginn þess virði að missa líkamspart fyrir nema guðinn þinn (hvort sem hann er Jehova,Satan,Allah,Buddah eða einhver annar) En það er kannski RANGT hjá mér að segja að ást sé ekki til…jújú það er hún vissulega og það er ást einsog þú elskar barnið þitt eða móður þína. En ást einsog í samböndum er bara kjaftæði og fólk þarf virkilega að opna augun fyrir því.