Líffræði - Krosskóngulær ****Krosskóngulær****

Krosskóngulær eða evrópskar garðkóngulær eru einstakar og merkilegar að því leyti að silkiþráður þeirra er sá allra flóknasti í dýraríkinu. Þær eru einnig algengustu kóngulærnar á Íslandi og fyrirfinnast um nánast alla Evrópu, en einnig í Kanada og nálægum löndum þess. En þær einkennast af litlum ljósum blettum á aftari búknum.

–Lífshlaup–

Kóngulær þessar lifa aðallega á flugum, fiðrildum og öllu sem festist í gildrum þeirra. Helsti óvinur á Íslandi fyrir utan manninn er hrossafluga en hún hefur lítið að segja í stærstu krosskóngulærnar. Hættan stafar aðallega ný klektum ungum. Krosskóngulær lifa af með því að leggja einhverjar merkilegustu gildrur hryggleysingja.

–Silkiþráður Krosskóngulóa–

Eins og fyrr segir er ein tegund silkiþráðar krosskóngulóarinnar áræðanleg allra flóknasti kóngulóaþráður. en þær búa yfir kunnáttu til að spinna a.m.k. fjórar tegundir þráða. Þræðir kóngulóa verða til í þar til gerðum kirtlum sem eru staðsettir aftast í aftari hluta kóngúlóarinnar, rétt við lungun sem eru fyrir aftan magann. Þegar Araneus byrjar á að spinna silkivefs gildru sína kastar eða spýtir hún þar til gerðum þráð út í loftið þar til vindurinn feykir honum að t.d. næstu trjágrein. Þessi grein verður síðar stoð fyrir vefinn. Síðar spinnur hún niður í fyrsta þráðinn þannig að tilverðandi vefur lítur út eins og y. Miðjan á Y-psilóninu verður síðan staðsetning Kóngulóarvefsins. Síðan étur hún fyrri vefinn og setur nýjan og sterkari þráð í staðinn og er sá þráður mjög sterkur og lítið teygjanlegur því vefurinn má ekki flöktast mikið í vindinum. Þessi þráður verður aðal stoðin og síðan gerir hún það sama við hinn y-psilónlegginn. Fer hún svo í hringi í kringum miðju y-psilónsins og framleiðir afar merkilegan þráð sá sem er sagður vera einhver sá flóknasti, en hann er í raun gerður úr tveimur vefjum. Ástæða þess að þræðir þessir eru með þeim flóknari er að þeir þurfa að vera teygjanlegir, límkenndir og gríðarlega sterkir til að geta þolað mikið högg. Þeir mega samt ekki vera of teygjanlegur því þá getur hann fest við annan þráð og þar með gildran eyðilagst en þráðurinn verður líka að geta komist í upprunalega lengd því ella gæti vefurinn skemmst og borið lafandi merki um fórnarlamb. Þessa kosti hefur þráður krosskóngulóarinnar og því er hann talinn með flóknari silkivefjum sem kóngulær spinna. Kóngulóin skilur síðan eftir eða étur lítið gat í miðju vefsins svo hún komist báðum megin við vefinn og bíður þar eftir fórnarlambi. Kóngulærnar staðsetja síðan fórnarlömbin með titringi í vefnum og vita þá nákvæmlega hvar það er staðsett er það festist í vef hennar.


–Mökun–

Þegar krosskóngulær maka sig byrjar karlinn að mjaka sér ofurvarlega yfir á vef einhverrar kerlu og þau staðsetja hvort annað, en áður en það gerist þá hefur karlinn látið lítinn sæðisdropa drepa á lítinn en þéttan vefbút er hann hefur spunnið og sígur hann síðan upp í lítinn belg á þreifurunum en æxlunarfæri karlanna eru ekki samtengd. Eftir að þau hafa staðsett hvert annað nálgast karlinn kvenkóngulóna eftir mikinn biðilsleik. Biðilsleikur kóngulóa fer þannig fram að karldýrið festir eins konar biðilsþráð við vef kvendýrsins og leikur líkt og banjóleikari á strenginn með broddum sem eru á öðru fótaparinu. Þegar karldýrið nálgast kerluna stingur hann þreifaranum inn í kynkropp kerlunnar og fer þaðan í þar til gert geymsluhólf. Hún notar síðan sæðin er hún er tilbúin að verpa. Sæðin sem komin eru í poka kerlunnar duga oft mjög lengi, jafnvel ævilangt. Eftir mökun reynir karlgreyið að koma sér eins hratt í burtu og auðið er en annars étur kerlan hann - en karldýrin eru heldur minni en kvendýrin. Ástæðan áts kerlunnar er talin vera sú að karlinn geymi mikið af efnum sem eru mikilvæg fyrir þroska eggjanna. Krosskóngulær eru ein af fáum kóngulóm sem éta karlana. Eftir að eggin klekjast út eru ungarnir nákvæmar eftirmyndir foreldranna og stækka smátt og smátt.

–Heimildir–

* Heimur hryggleysingjana eftir David Attenborough í íslenskri þýðingu ??? (man ekki)
* Fyrirspurnir á Vísindavefnum um Krosskóngulær á Íslandi og fyrirspurn um át kvk kógulóa á karldýrum
* þessi grein skrifaði ég upprunalerga og birti á is.wikipedia.org en henni hefur að vísu verið breitt og hún löguð af öðrum til hins betra. Aðallega stafsetning og málfræði.
Nei bara pæling.