Það bæði heillandi og jafnfarmt ógnvekjandi að velta fyrir sér möguleikum á lífi á öðrum hnöttum. Stærð geimsins ef þvílík að maður getur ekki annað en fyllst vanmáttarkend þegar manni verður ljóst hve agnarlítill hluti Jörðin okkar er í því gímaldi öllu. Mjög skiptar skoðanir eru uppi um hugsanlegt líf í öðrum sólkerfum. En eitt er víst að ekkert vitsmunalíf á borð við okkar er að finna í minna en 100 ljósára fjarlægð frá Jörðu. En það er sá tími sem við höfum getað numið slík merki. Útilokað er að þróað og tæknivætt samfélag geti þrifist án þess að senda frá sér útvarpsbylgjur eins og við höfum t.d. gert síðustu öldina.
Í Vetrarbrautinni einni eru 100.000.000.000 stjörnur (sólir).Ef við leikum okkur með tölfræði og segjum að aðeins 10. hver sól hafi reikistjörnu, 10. hver af þeim sólum hafi reikistjörnu sem hafi skilyrði til að ala af sér líf og tíunda hver sól af þeim, hafi reikistjörnu sem líf hafi kveiknað á þá er sá fjöldi sólkerfa sem ala líf í einhverju formi 100.000.000. (hundrað milljónir!)
Ef líf hefur þróast í dýr í tíunda hverju af áðurtöldum sólkerfum og tíunda hvert af þeim alið af sér vitsmunalíf þá standur eftir að vitsmunalíf er hugsanlega í 1.000.000 (milljón) sólkerfum í Vetrarbrautinni. Og stjörnuþokur eins og okkar skipta miljörðum. Verðum við ekki að ætla að líkurnar á lífi á öðrum rikistjörnum séu æði miklar? Hugsanlegt er að við eigum eftir að heyra merki frá vitsmunaverum en vafasamt að við getum haft samband vegna fjarlægða. Ef íbúar ýmyndaðar reikistjörnu í 100 ljósárafjarlægð senda frá sér í dag merki, þá heyrum við það ekki fyrr en eftir 100 ár og svar okkar bærist þeim ekki fyrr en eftir 200 ár. Ekki gott símasamband það.Samt telst hnöttur í 100 ljósárafjarlægð vera í túnfætinum. Stærð Vetrarbrautarinnar er þvílíkt að ljósið er 100.000 ár að fara yfir hana þvera! Sólin okkar fer einn hring í Vetrarbrautinni á 220 milljónum ára. Þótt við gætum ferðast á hraða ljóssins hefði það vart nokkra hagnýta þýðingu til samskipta við vitsmunaverur, vegna þess að tíminn verður afstæður á hraða ljóssins. Dæmi: Hugsum okkur að ég legði af stað á hraða ljóssins til næstu stjörnuþoku sem er Andrómeda. Þegar þangað væri komið hefði ég elst um 28 ár. Ég segði hæ og bæ við íbúana þar og snéri heim á leið. Enn bætti ég á mig 28 árum. En mér brygði í brún þegar heim væri komið og ætlaði að segja hæ við ykkur, því þið væruð búin að vera DAUÐ í 4 milljónir ára. Fjögur milljón ár líða á jörðu en aðeins 56 í geimfarinu samkvæmt afstæðiskenninguni.