Þetta er Mörgæsafyrirlestur semégog vinur minn gerðum í Líff. núna í vetur þannig að þið sjáið kanski að þetta er byggt upp eins og fyrilestur en ekki grein.
Mörgæsir
Mörgæsir heita öðru nafni Spheniscidae eru til átján tegundir af þeim 18 tegundir talsins. Þótt þær eru allar með upprunna sinn frá suðurlöndunum þá búa þær nánast um allan heim. Það eru jafnvel dæmi um mörgæsir á þurrum slóðum eins og eyðimerkur. Það er algengur miskilningur að halda að allar tegundir mörgæsa lifa á suðurpólnum. Satt að segja lifa fáar tegundir mörgæsa svo sunnarlega.
Stærsta tegund mörgæsa er keisaramörgæsin. Fullorðnir einstaklingar geta orðið u.þ.b um 120 cm háar og 25 kílógrömm að þyngd. Minstu mörgæsirnar eru kallaðar “Little blue Penguins” eða stundum bara “Blue Penguins”. Þær eru um 40 centimetrar á hæð og vega eitt kílógramm. Stærri mörgæsirnar eru fundnar á kaldari slóðum því þær geta þolað kuldan mun betur en þær Minni. Mörgæsir eru kjötætur og fæða þeirra er aðalega lítil sjávardýr.
Mörgæsir eru reyndar mjög gamlar. Það má rekja slóð þeirra alveg 40 milljón ár aftur í tímann. Steingervingar sem fundust sönnuðu að þær höðu heldur ekki getað flogið en það hefur ýtt stoðum undir það að mörgæsir hafi ef til vill þróast utan fylkingar fugla og ættu ekki að vera flokkaðar með þeim. Mörgæsir eru mjög háðar sjávarlífi. Þær lifa aðalega í sjónum en koma upp á land til að maka sig og sjá um afkvæmin sín. Mörgæsir eru mun fimari í sjónum heldur en þær eru á landi. Þegar þær eru á landi þá nota þær skottið og vængina til að halda jafnvæginu einu.stundum þá renna þær sér á maganum til að komast hraðar en þær kæmust ef þær væru að ganga.
Líkama þeirra er þannig byggður að þær eru hvítar á maganum en svartar á bakinu. Þetta er dulbúningur gegn rándýrum neðansjávar. Því þau eiga erfitt með að einbeita sér að hvíta litnum á mörgæsunum þegar þær líta upp vegna speglunina í vatninu.
Þegar mörgæsir kafa ná þær allt að 6-12 kílómetra hraða í vatni. Samt eru til dæmi um að mörgæsir hafi náð allt að 27 kílómetra hraða en það er ekki enn fullsannað. Minni mörgæsirnar kafa mjög lítið. Þeir ná oftast bráð sinni nálægt yfirborðinu og kafa ekki nema í mínútu eða tvær. Stærri mörgæsir geta kafað djúpt ef þörf krefur. Keisaramörgæsir hafa mælst á allt að 270 metra dýpt og hafa sömu leiðis mælst í kafi í allt að 18 mínútur! Mörgæsir hafa frábæra heyrn og sjá sérstklega vel í vatni. Þetta er tilvalið fyrir mörgæsir til að forðast rándýr og finna sér fæðu.
Flestar mörgæsir eru makar til æviloka. Það eru jafnvel til dæmi um Samkynhneigð pör hjá mörgæsum. Það fyrsta sem skráð var, var í Central Park Zoo. Þar sem tvær karl mörgæsir gerðu allt það sem eðlilegar mörgæsa pör mundi gerar en við förum ekkert nánar í það. Með tímanum sem leið fór parið að efast að þau mundu nokkurn tímann fá egg og tóku upp stein þess í stað og byrjuðu að annast hann eins og þeir mundu gera við hvert annað egg. En til allra hamingju fyrir þá, þá setti starfsfólk Central Park Zoo egg í staðinn fyrir steinin hjá þeim og þeir fengu efir langa bið loksins unga. Ævisaga þeirra var innblástur bókarinnar “Silo & Roy” sem fjallar um samkynhneigt mörgæsa par. Svo hafa líka verið skráð samkynhneigð pör í Nýja Sjálandi og Þýskalndi.
Meðalaldur sem mörgæsir ná er 15-20 ár. En svo eru líka miklar líkur að þær deyja sem ungar. Eins og hjá Kóngmörgæsum þá deyr 50% unga áður en þær ná einu ári af lífu sínu vegna kuldans. Svo eru 90% líkur að ungar Keisaramörgæsarinnar deyji á fyrsta árinu af lífinu sínu. Rándýr eiga stóran hlut í að fækka mörgæsunum. Þegar mörgæsirnar eru sjó þá staðar hættan aðalega af ákveðnum tegundum sæljóna eða hákarla en þeim er ekki heldur óhætt á landi því refar, snákar, ákveðnar tegundir katta og fleiri rándýr sem veiða mörgæsir sér til fæðu. Hinsvegar hafa sumar mörgæsir byggt sér vörn. Eins og minnstu mörgæsirnar hafa lært að byggja sér sandkofa til að forðast rándýr eins og refi. Samt sem áður eru það ekki einungis dýr sem veiða mörgæsir. Heldur líka menn, reyndar eru menn aðal skaðvaldar í lífi mörgæsa. Veiðar á mörgæsum áttu sér aðallega stað á 17-19 öld. Það voru tekin u.þ.b. 300,000 egg af mörgæsum þegar verið var að landnema Afríku. Mennirnir veiddu líka um 3000 mörgæsir á á hvejum degi milli 12-17 Júlí árið 1829. Milli 19. – 20. aldarinnar var veitt mikið af mörgæsum vegna skinnsins. Það voru gerðar kápur, sloppar og veski og fleiri hlutir, svo voru fjaðrirnar notaðir í fataskreytingu fyrir allskonat föt. Það var hægt að græða mikið á mörgæsum vegna kjötsins, leðursins, fjaðrana og á olíunni sem fékst úr þeim. Milli 1800-1900 vöru veiddar 2.5 milljónir mörgæsa á 16 ára bili vegna olíu. Það var svo sannarlega hægt að græða mikið á þeim en núna er hætt að veiða jafn mikið og gert var og við gerum hvað sem við getum til að skaða ekki líf mörgæsana enda eru margar tegundir þeirra í útrýmingarhættu.
Keisaramörgæsir.
Keisaramörgæsir þurfa að kafa allt að 150-250 metra djúpt einungis til að finna sér fæðu. Metið að kafa hjá Keisaramörgæsum er 550 metra og hélt hún andanum niðri í sér í 20 mínútur. Meðalhraði þeirra er 6-9 kílómetra á klukkustund í vatni.
Til að verjast kuldann halda þær sér þétt saman og ferðast oftast í hópum. Í hópunum eru frá 10-100 eða jafnvel fleiri keisara mörgæsir og hallast þeir hvert að annarri og þær sem eru fyrir utan hópinn ýta sér hægt og rólega aftur inn.
Lífið er ekkert svo ljúft hjá þeim því þær þurfa að ferðast að meðaltali 90 kílómetra til að makast og til eru dæmi um að einstaka keisaramörgæsir hafi þurft að ferðast allt að 200 km en líkurnar að þær fái maka er ekki grífurlega háar. Í maí eða júní leggja þær af stað og þá getur kuldinn alveg farið niður í –40° á selsíus hvarða. Á þennan tíma þá verpir kvenndýrið 450-gramma eggi en eftir það þá er hún alveg uppgefinn og þarf strax að halda til sjávar í leit að fæðu. Hinsvegar áður en hún fer, fer hún varlega með eggið til karldýrsins og lætur hann sjá um það. Karldýrið annast eggið í 65 daga stanslaust án fæðu og þarf að nærast á sinni eigin fitu. Til að forðast kulda og vindi, sem nær upp í 56 m/s, þá halda þeir sér þétt saman meðan þeir sjá um eggin. Þeir skiptast á því að annast eggin. Það fer alltaf einn í miðjuna af hópnum, þar sem öll eggin eru geymd, og heldur á þeim hita. Ef eggið klekkist áður en móðurin kemur hefur karldýrið það í faðmi sínum þangað tli móðirin kemur. Það er sjaldan sem keisaramörgæsir annast eggið einar eða ferðast einar því líkurnar á því að þær lifa af einar eru nánast engar vegna kuldans og svo ekki sé minnst á rándýrin.
Eftir u.þ.b. tvo mánuði þá kemur kvenndýrið aftur og kallar á eftir makanum sínum. Hann kemur með ungann eða eggið og fer svo út í sjó í leit að fæðu eftir langa og stranga bið. Meðan kvenndýrið sér um að fæða ungann með því að gefa því mat sem hún hafði safnað upp þessa tvo mánuði. Svo eftir nokkrar vikur í viðbót þá kemur karldýrið og þau halda áfram að fæða ungann og halda honum á ísnum þangað til hann er nógu þroskaður til þess að fara út í sjá að synda.
Svona rétt í lokinn þá langar okkur að benda ykkur á skemmtilega mynd sem verið er að sýna í Háskólabíó um mörgæsir og hina löngu leið sem þær ganga til þess að Makast og er þetta messt aðsótta heimildarmynd sem sýnd hefur verið í bandaríkjunum.
Við vonum að þið hafið grætt einhvað á á þesumm fyrirlesti okkar og farið aðeins gáfari heim, takk fyrir okkur
Daníel E. Vilhjálmsson og Stefán H. Friðrikksson Hagaskóli 10-S Veturinn 2005-2006