Nú, Dimma efnið á að vera út um allan alheim, í okkar vetrarbraut og annarstaðar. Nýlega náðist mynd af vetrarbraut (sem er sýnileg) sem leit út fyrir að hafi lent í “árekstri” við aðra vetrarbraut, en svo undarlega vildi til að það var engin vetrarbraut nálægt. Þarna telja vísindamenn að um TDM vetrarbraut hafi verið að ræða, þ.e.a.s. vetrarbraut sem er ekki eins og þær vetrarbrautir sem við höfum séð, heldur miklu frekar vetrarbraut sem inniheldur eingöngu þetta ókunna efni.
Þetta er mjög skemmtileg kenning, ég myndi búast við því að fá Dimma efninu hljóti að stafa aflið sem stemmi stigum við þyngdaraflið, nema að alheimurinn sé að þenjast út eftir miklahvell, hver veit.
Ég get nú reyndar ekki útskýrt þetta neitt ægilega vel, svo ég mæli með því að þeir sem hafi áhuga á þessu skjóti sér út í Eymundsson og kaupi sér næst Júní blaðið (Special Issue about Cosmology) þar sem talað er um 8 helstu ráðgátur Stjarneðlisfræði, og mikið meira skemmtileg efni!
Kveðja,
okay
–
Ef þið finnið einhverjar villur í þessari grein (ekki stafsetningar né málfræðivillur, heldur rökvillur) gætu þið þá hakað við að senda mér skilaboð?
Reason is immortal, all else mortal.