Útrýmum krabbameini Það hafa eflaust flestir heyrt um SETI verkefnið þar sem notendur geta gefið ónotað afl tölvunar sinnar í leit af skilaboðum frá geimverum. Tæknin er kölluð Pear to Pear og byggist á því að tengja saman miljónir tölvna í eina ofurtölvu.
Hingað til hefur SETI verið eina stóra Pear to Pear verkefnið en nú er kominn skæður keppinautur.
Þetta nýja verkefni gengur út á það að reyna að finna lækningu við krabbameini. Það er gert með því að reyna að finna víxlverkun á milli sameind og próteins. Aðalstyrktaraðili verkefnisins er Intel, örgjörvarisinn sjálfur, en auk hans tekur hugbúnaðarframleiðandinn United Devices þátt ásamt bandarísku krabbameinssamtökunum. Þetta er sjálfboðavinna en hægt er að vinna til verðlauna fyrir þáttöku.
Forritið sem notað er í verkefninu er hægt að nálgast á <A href=http://www.researchforacure.com/>http://www.researchforacure.com/</A>. Það er einfalt og alveg áhættulaust þar sem það skilur ekki eftir sig neina leiðinda Registry slóða sem erfitt er að eyða (þetta segja framleiðendurnir auk þess sem ég hef verið með forritð í þrjár vikur og ekki lent í neinum vandræðum). Þegar forritið er sett inn setur það sjálft sig í Startupið og mæli ég með því að þið hendið því út þaðan (annars verður það of uppáþrengjandi). Síðan veljið þið það sem Screen Saver (heitir UD í listanum) og þá ræsir það sig bara sem Screen saver þegar tölvan er skilin eftir í smá tíma. Það slekkur síðan á sér aftur þegar þú hreyfir við músinni. Við vinnslu þá notar það 1.28 mb af vinnsluminni (miðað við mínar mælingar) og það hreinsar upp eftir sig þegar því er lokað.
STÖNDUM NÚ SAMAN HUGARAR OG TÖKUM ÞÁTT. ÞAÐ ER STAÐREYND AÐ 30% FÁ KRABBAMEIN ÞANNIG AÐ ÞETTA SNERTIR OKKUR ÖLL.

P.S. Það er hópur (team) sem heitir Iceland og væri gaman að sem flestir myndu skrá sig þar.