Urðarmána er lýst sem bjartri glóandi kúlu(oftast á stærð við tennisbolta og stundum fótbolta), sem þýtur með hávaða í áttina að þeim sem á horfa. Hún brennir stundum hluti og fólk og hverfur síðan með ofsalegum sprengingum.
Frásagnir sjónarvotta ná langt aftur fyrir aldir. Sagt er frá skelfilegum atburði sem gerðist er dr. Rogers hélt sína fyrstu prédikun í Wells dómkirkjunni:
“Hann bað engrar bænar heldur byrjaði hann ræðu sína á því að tala um anda og eiginleika þeirra samkvæmt þeim texta sem hann hafði valið sér. Og innan stundar kom inn um vesturglugga kirkjunnar dökkur, ólögulegur hlutur á stærð við fótbolta og fór hann eftir veggnum að prédikunarstólnum.
Allt í einu virtist hann brotna í agnir og varð af slíkur hávaði sem hleypt hefði verið af hundrað fallbyssum í einu. Og á eftir fylgdi ofsafenginn stormur og þrumuveður. Voru eldingarnar slíkar að kirkjan virtist full af eldi.”
Þetta er ein af mörgum frásögnum. Ég man eftir að einhverjir vísindamenn væru að reyna að búa til Urðumána með kafbátarafhlöðu og sögðust hafa skapað mikinn straum og settu lítinn sellófónkassa utan um rafskautin og blésu metangasi þar í, fóru í skjól, hleyptu straum á og þá komu miklar þrumur og þakið flaug af.
Við höfum land undir fótum, siglum á sjó og öndum að okkur andrúmslofti en algengasta efnið í alheiminum er ekkert af þessu þrennu, heldur frumefnið “plasma”, ákaflega heitur, rafmagnaður vökvi; efni stjarna og kjarnaeldhnatta.
Ég gæti giskað á að urðarmáni sé að hluta til úr því efni, sem kemur til jarðar vegna einhverra duttlunga móður náttúru. Ef við uppgötvum hvaða lögmál stýra urðarmánanum gætum við ef til vill öðlast eilífan kraft. Því að er í því frumefni sem vísindamenn vonast til að leysa úr læðingi orku vetnisflæðisins.
Hér er mynd af urðarmána: http://www.anomalies-unlimited.com/Science/Images/BallLight.jpg
.oOo.