Í dag eru flesti – sama hverra trúar þeirra eru – vísindahyggjusinnar, allavegana í þeim vestræna heimi sem við búum í og ekki er hægt að líta framhjá því að trúinn á Guð fer þverrandi hér á landi, best er þess að merkja þegar skoðaður er vefur vantrúarmanna (vantru.net), sem hefur komið af stað afar óþægilegir umræðu í augum margra.
Þegar menn byrja að efast og setja spurningamerki við hluti sem okkur þykir svo sjálfsagður er oft brugðist hart við þótt svo að rökinn séu fá, okkur hefur verið kennt að trúa á heilagaþrenningu og það er það sem við kunnum, hvaða ástæðu höfðum við sem ung börn að efast um það sem okkur var sagt?
Ég ætla ekki að láta þennan smá inngang verða aðalumræða þessarar greinar, heldur vildi ég leggja áherslu á þá tilfinningu – skiljanlega að mörgu leiti – sem að við finnum fyrir þegar einhver segir okkur að sá raunveruleiki sem við þekkjum sé lýgi.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að hendast í að skrifa þessa grein um hugleiðingar mínar blossaði upp eftir að hafa lesið læknatímaritið The Lancet, í fyrsta tölublaði desember mánaðar ársins 2004 birtist grein sem að fjallaði um „minninga stríð“ (Dispatch from the (un)civil memory wars) sem fjallar um hvernig hægt er að hafa gífurleg áhrif á minningar og jafnvel búa til minningar.
Nafnið er komið frá þeirri kenningu að börn bæli oft tilfinningar sem varða alvarlega misnotkun sem veldur oft þunglyndi og öðrum kvillum þegar þau eldast. Sú kenning er að mestu leiti höfð að engu nú til dags, en skv. greininni eru margir sjúklingar enn þá á lyfjum vegna hugsanlegra tilfella í þessari mynd. Hinsvegar sýna rannsóknir að oftar en ekki eru margar þessar kenndir uppspuni og eiga sér ekki við neinar staðreyndir að styðjast.
Greininn í því tímariti er opnuð með inngangi um Elizabeth Gale sem sótti um [sálfræðilega] aðstoð vegna þunglyndis sem að sálfræðingarnir töldu stafa af bældum minningum vegna misnotkunar í satanískum söfnuðum, allar þær minningar voru hinsvegar búnar til af sálfræðingunum með dáleiðingum.
Elizabeth Gale sought treatment for depression in 1986. According to legal documents, she was subjected to drug-induced hypnosis and persuaded by mental-health professionals to “remember” horrific sexual abuse that she endured in satanic cults. Many years later she would come to realise that those memories were false. In early 2004, she received a US$7.5 million legal settlement in a malpractice case against the professionals and the hospitals where her therapy took place. Gale's was not the highest settlement for psychiatric malpractice of this type in the state of Illinois, where her case was heard. That settlement was reached in 1998 when Patricia Burgus and her family members received $10.6 million in a suit against some of the same defendants. Burgus also came to realise she remembered falsely that she had been victimised in satanic rituals, and so had her two young children.Sálfræðingarnir bjuggu í raun og veru til minningar með því að draga fram þessar meintu minningar. Þetta hefur óþægileg áhrif á mann, er hægt að búa til minningar?
Að lokum er þessi grein tekinn sama og þar kemur fram neðst: „[...]people had trouble accepting a few important truths about memory. Just because a memory is held with confidence, contains details, and seems emotional, does not mean it is real .“
Þessi tilfinning og stutt stökk í „Matrix heimspekina“ varð til þess að ég fór að hugleiða alvarlega hvort þessu raunveruleiki sem að við byggjum við gæti ekki verið lygi.
Er með öllu ómögulegt að vita hvað er raunverulegt og hvað ekki? Við getum velt fyrir okkur slíkum spurningum og aldrei komist að svari, þessvegna höfum við reitt okkur á vísindin, en þau eru eins og margir heimspekingar og vísindamenn hafa sagt, aðeins nálgun af því sem að við köllum raunveruleika(Einstein, Feynman, Kierkegaard o.fl.), það sem við upplifum er veruleiki ekki í sýnu rétta ljósi. Sérðu hvað ég er að pæla?
Til þess að geta áttað okkur á raunveruleikanum væri kannski ágætt að sætta sig á það (í bili!) að raunveruleikinn sé ómerkjanlegur og að við getum ekki þekkt hann.
Veruleikinn er líkast því sem heimspekingar forn aldar kölluðu skynheim, eða það sem að við þekkjum eingöngu með skynjun. Við reynum að átta okkur á veruleikanum með skynfærum okkar með því að hugleiða það sem við skynjum (beitum rökhugsun).
Veruleikinn er nákvæmlega eins og við skynjum hann og við treystum skynfærum okkar og rannsökum heimin í kringum okkur. Þanneig eru minningar okkar einnig skapaðar, byggðar á skynjunum okkar. Minningarnar eru svo flokkaðar í heilanum okkar eftir því hvernig þær eru skynjaðar (það eru til margskonar minniskerfi sem notast við þá þekkingu), en eins og fram kom áður er hægt að skapa minningar. Með því að plata skynfærinn okkar er hægt að búa minningar og þar með, nýjan veruleika (er ég að fullyrða of stórt og mikið?).
Svo með þessa pælingu í kollinum gæti okkur dottið í hug að hver manneskja búi við eigin veruleika, þar sem enginn skynjar það sama – allavegana ekki nákvæmlega það sama – en sameiginlegar upplifanir eru það sem að við gætum kallað raunveruleikan!
Þarna fór ég alveg með það, ég hef ekki fært nein stór rök fyrir þessu en ég ætla að reyna að halda áfram; það sem við köllum raunveruleika er það sem að við myndum kalla sameiginlega upplifun vegna þess að það er þanneig sem að vísindavinna fer fram, við komum niður á kenningu og reynum að útskýra hana með því að færa rök og rannsóknargögn fyrir því sem við sjáum og heyrum. Ef að margir taka undir þá kenningu sem lögð er fram, þ.e. einhverjir aðrir upplifa það sama og þá verður kenninginn almenn og menn byrja að vinna út frá henni (vegna þess að hún er talinn góð lýsing á raunveruleikanum).
Kenninginn verður notuð til þess að lýsa heiminum og með tímanum verður hún skerpt til þess að auka nákvæmni nálguninnar á raunveruleikanum. Albert Einstein hélt því fram að kenningar sýnar yrðu skerpar og gerðar nákvæmari endalaust, það væri alltaf hægt að komast að nýrri niðurstöðu sem væri nákvæmari.
Þvílík hringyða sem ég er kominn í, ekki satt?
Ég skil ykkur nú eftir í lausu lofti til þess að hugleiða mínar hugleiðingar. Ef ykkur þykir ég meira ruglinslegur en Hagel þá ert það líklegast vegna þess að þetta er tómt bull :P
Albert Einstein
The important thing is not to stop questioning. Curiosity has its own reason for existing. One cannot help but be in awe when he contemplates the mysteries of eternity, of life, of the marvelous structure of reality. It is enough if one tries merely to comprehend a little of this mystery every day. Never lose a holy curiosity.
Myndinn er skopmynd af verki eftir William Blake sem heitir The Ancient of Days, skopmyndinn er gerð af Susan Herbert.