Hér er rigerð um flóðsvín sem ég gerði í sambandi við líffræði. Fann engann sérstakann stað til að setja hana inná þannig ákvað að senda hana hingað inn á Vísindi og fræði, því þetta er smá fræðsla!
Flóðsvín.
Yfirlit, útbreiðsla.
“Flóðsvínið er stærsta nagdýrið sem uppi er. Stærð þess er á við meðal svínsgyltu”, eða 1-1,3 metra skrokkslengd, 60 cm upp í herðakamb, og þyngd þess allt upp í 50 kíló.
Flóðsvínið líkist mjög villinaggrísum í Suður-Ameríku, og var því fyrst flokkað lengi vel í naggrísa ætt, en er í raun og veru í sjálfstæðri ætt (Hydrochoeridae).
“Þó að flóðsvín og naggrísir lifi á svipuðum slóðum í Suður-Ameríku eru það ekki aðallega náinn skyldueinkenni sem veldur því hvað dýrin eru lík að ytra útliti, heldur miklu frekar sviðaðir lifnaðarhættir og umhverfi.”
“Flóðsvínin komu upp á Míósen-tíma í Suður-Ameríku, en þegar landbrú myndaðist breiddust þau norður um Mið- og Norður-Ameríku og lifðu í báðum álfuhlutunum fram á Ísöld. Nú eru heimkynnin víðsvegar um Brasilíu og um norðursíðu S-Ameríku, á vatnasvæði Amazon og Órínóko. Útbreiðslusvæði þeirra nær suður að La Pata-flóa og til Paragvæ, en þau eru hinsvegar ekki í Argentínu néí löndum meðfram Kyrrahafsströndinni.”
Flóðsvínin í Panama mynda einangraðan stofn á afmörkuðu svæði, en dýrin þar eru minni og allt að helmingi léttari en þau venjulegu, og sumir flokka þá í sjálfstæða tegund, sem kallast Panama-flóðsvínin (Hydrochoerus isthmius).
Lýsing.
“Latneska nafnið hydrochaeris merkir einmitt “vatnasvín” enda lýsir það í senn útliti og hátterni dýrsins. ”
Skrokkurinn er samanrekinn og þungbyggður, fæturnir stuttir, sterklegur hálsinn stuttur og höfuðið stórt, svo að dýrið virðist vera mjög klunnalegt, þótt það sé í raun mjög lipurt í hreyfingum.
“Rétt við nasirnar á karldýrinu er hárlaus, mjúkur blettur, og eru þar sértsakir þefkirtlar sem gefa frá sér lyktarsterk efni, og þá sérstaklega um fengitímann. Augun eru lítil og útstæð og eru staðsett mjög aftarlega á höfðinu. Eyrun eru smá, kringlulaga og snýr hlustin út til hliðanna, en er dálítil skora er aftan á hvoru eyra. ” Flóðsvín bæði heyra og sjá illa þótt að þáu eru mikið á ferli að degi til, og vegur þar upp á móti vel þroskað lyktarskyn. Efri vör dýrsins er skorin og sjást því framtennurnar mjög vel.
“Það sem er sérkennilegt við flóðsvínið, sem er ólíkt öðrum nagdýrum, er hvað hauskaupan er þung og efnismikil, og það var sem villtu um fyrir náttúrufræðingum í fyrstu að þarna var um að ræða nagdýr.”
Svo er tanngerðin líka mjög sérstök, jaxlarnir svipa mjög til skögultana fílsins. Einnig er mjög sérstakt hvernig dýrið fellir tennur. Undir lok fyrsta árs fara mjólkurtennurnar að víkja fyrir fullorðinstönnunum, en þær detta þó ekki allar úr í einu, svo tannskipunin verður býsna skringileg um tíma, en aðeins á meðan á skiptum stendur.
“Feldurinn er mjög gisinn, með löngum burstahárum, og sést í bert skinnið á milli þeirra. Hárin vaxa ekki öll í sömu átt, og er dýrið þá oft frekar lubbalegt á að líta.” Dýrin eru yfirleitt rauðbrún á litinn, en gulbrúnn að neðan, og iðullega eru svört, löng hár á hliðum, baki og trýni.
Framfætur dýrsins eru með fjórum tám, en eru álíka langir og afturfæturnir, sem eru aðeins með þrjár tær. Milli tánna eru sundfit, bæði að framan og aftan, en þau eru betur þroskuð á afturfótunum. Á öllum tám eru litlar en sterklegar hófkenndar klær, sem það notar sér til varnar, því að væntanlega grefur það sig ekki í jörðina eins og önnur nagdýr vegna stærðar.
“Hjá báðum kynjum en húðfelling yfir kynfærunum til að hlífa þeim, og því er erfitt að þekkja í sundur kynin úr fjarlægð. ”
Lífshættir.
Svíninu þykir gott að liggja langtímum í vatni, og er það ekkert mál fyrir það að synda yfir stórfljót til að leita sér að æti á hinum bakkanum. Svínið treystir mjög á sundhæfni sína, því að ef hætta staðar að tekur það ekki til fótanna á landi, heldur stingur sér í vatnið. “Þegar flóðsvín syndir yfir stór fljót eða vötn, fer það alltaf beint og með jöfnum hraða. Það heldur líka réttri stefnu í kafi, rétt eins og það hafi einhvert sjötta skilningarvit, sem segir því í hvaða átt skuli halda. ”Svínið getur verið allt að 10 mínútur í kafi.
“Á landi er flóðsvínið venjulega hreyfingarlítið og silalegt, en ef hætta staðar að, getur það örvast og farið á stökki eins og hestur og kemst þá ótrúlega hratt yfir. ” Stundum grípur svínin ofsahræðsla þegar hætturlegur óvinur en í nánd, t.d. jagúari, og þá reka þau upp ógurlega skræki og steypa sér í vatnið til að fela sig. En ef ráðist á stakt flóðsvín, verst það af hörku og reynir að bíta andstæðinginn með stórum og sterkum framtönnunum og geta hlotist af stór og djúp sár.
Flóðsvínið lifir aðallega á vatnaplöntum, en étur einnig blöð og aldini og jafnvel börk af ungum trjám. “Komist það inn á akra getur það valdið tjóni á uppskeru með því að éta korn, sykurreyr og fleira. Því er stundum litið á þau sem meindýr og skjóta bændur oftar en ekki á þau.”
Oftast eru flóðsvínin er 20-30 dýra hópi, en geta hóparnir verið stærri, t.d. hafa sést yfir 100 dýr saman.
Fátt er vitað um tilhugalíf svínanna, og þótt auðvelt sé að temja þau hafa þau aldrei eignast afkvæmi í umsjá mannsins, nema þau lifi hálftamin í eðlilegu umhverfi. “Skömmu eftir mökun fer flóðgyltan að fóðra bæli sitt með grasi og öðrum mjúkum og þurrum plöntuhlutum. Meðgöngutíminn er langur, eða um 18 vikur (15 hjá Panama afbrigðinu). ” Flóðgyltan gytur líka bara einu sinni á ári og eignast 2-8 grísi í goti. “Þeir eru vel þroskaðir við fæðingu, hærðir og alsjáandi, og vega um 1 kíló þegar þeir eru fimm daga gamlir og fara fljótt á beit með móður sinni, en þó að þeir séu bráðþroska fylgja þeir móðurinni vel og elta hana þegar hún fer að leita ætis.” Þá eru þeir að læra að verjast óvinum sínum, synda og kafa og ná sér í fæðu við bakkana.
Í eðli sínu eru flóðsvín dagdýr, er það meira á ferðinni í rökkrinu eða jafnvel á nóttunni þegar þau eru nálægt mannabyggðum.
“Þau þola illa mikinn hita, og því liggja þau í forsælunni af trjám eða runnum í mestum hitanum. Aftur á móti virðist kuldi ekki bíta mikið á þau, því þau hafa sést á sundi að vetralagi í ísköldu vatni og virðist ekki annað en þeim líði stórkostlega vel. ”
Eins og áður sagði, grefur svínið sér ekki holur ne gerir sér bæli, heldur notar þau fylgsni sem þau finna, en klæðir þau að innan með grasi og laufum, og eyða þar svo miklum tíma, fara eiginlega bara af stað til að leita sér að æti.
“Svínin lifa hljóðlátu og rólegu lífi. Þau njóta þess líkt og svín að fá sér leðjuböð. Oft sitja þau og hvíla þungann á afturendanum eins og hundar og kettir. Þau er laus við alla árásargirni, ráðast aldrei á neinn að fyrra bragði, en fela sig í þéttum gróðri eða stökkva út í vatn ef hætta ber að garði”, rétt eins og áður kom fram.
Heimildir
Texti sem var skrifaður upp svona: “Texti” var tekinn beint upp úr neðangreindum heimildum án neinna breytinga:
Óskar Ingimarsson og Þorsteinn Thorainssen (íslenskir höfundar)
Undraveröld dýranna - Spendýr, nr 13
Fjölvaútgáfan, fyrir Veröld
Bls 33 - 36
Frumheiti : Grande Enciclopedia Illustrata degli Animali