Sæl öllsömul.
Fyrir þónokkru fékk ég hugmynd að aðferðarfræði til að leysa ákveðið “ferli” sem notað er mjög mikið á hverjum degi um allan heim. Þessi lausn væri algert “break throught” á þessu sviði og myndi gerbylta mörgu sem við þekkjum öll mjög vel. Eina vandamálið (stóra) er að einn hluti lausnarinnar liggur í stærðfræðiformúlu sem sennilega er ekki hægt að framkvæma. Allavega hef ég mikið leitað á vefnum að lausn og líka velt þessu mikið fyrir mér en verð að játa að stærðfræðikunnáttan er ekki nógu mikil hjá mér til að leysa þetta (ef hægt).
Því datt mér í hug að snúa mér hingað á huga og athuga hvort hér væru einhverjir stærðfræði snillingar sem væru tilbúnir í að koma inn í þetta dæmi og sjá hvort þetta sé raunverulega hægt.
Í sinni einföldustu mynd þá snýst verkefnið um að taka einhverjar 2 heiltölur og breyta þeim í 1 heiltölu sem síðan væri hægt að breyta aftur yfir í upprunalegu 2 heiltölurnar.
Allar væru þessar tölur væru með jafn mörgum sætum þannig að t.d. tvær 4ra sæta tölur yrðu að einni 4ra sæta tölu o.sv.frv.
Læt þetta duga í bili og vona að þetta kveiki áhuga hjá einhverjum.
Kær kveðja.
p.s.
Ef dæmið gengur upp þá þýðir það væntanlega helling af $$ :)