Halló Hugarar.
Mig langar að vita hvort einhver hér hefur séð regnboga að nóttu.
Ég sá þannig um miðjann nóvember og hef aldrei áður vitað til að þetta fyrirbæri sé til!
Þetta var ótrúlega falleg og dulræn reynsla þar sem það var fullt tungl og ég var að koma úr hugleiðslu. Við vorum 3 saman að koma frá Hveragerði og sáum hann öll.
Hann var svolítið eins og búið væri að taka mynd og inverta hana. rautt var með dálítið grænum blæ og gult var ögn bláleitt.
Ég held að ég hafi sjaldan séð neitt eins fallegt!

Ég vissi ekki að þetta væri hægt þar sem ég hélt að regnbogi myndaðist við að sólarljós félli í gegnum regndropa! það var ekki rigning þar sem ég var að keyra en kannski lengra í burtu þar sem regnboginn myndaðist. Kannski kom hann af því að tunglsljós féll í gegnum regndropana?
Veit einhver réttu útskýringuna?

Takk

Morgana
aka Andrea
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream