Ef þróunin verður eins hröð og síðustu áratugi verður manni kannski hugsað til gömlu góðu daganna árið 2000 þegar margt fólk horfði á vídeo og sumstaðar í heiminum var ekki einu sinni rafmagn. Þá verður maður kannski með símann græddann inn á hausinn á sér.
Kannski verður þá orðið hægt að ferðast til annarra pláneta og Stjörnufræðingar verða búnir að finnalíf á öðrum hnetti.
Ég er oft að spá í þetta og ég hlakka ekki lítið til að verða búin að sjá þetta allt. Annars verður þetta kannski ekki svona. Mennirnir eru kannski búnir að finna upp megnið af því sem er hægt að finna upp. Allavega svona stórar uppfinningar eins og rafmagnið og tölvan og internetið. Það er náttúrulega alltaf hægt að finna upp ýmsar smáuppfinningar sem skipta þannig séð engu máli.
Mig langar mikið til að heyra álit ykkar á þessarri grein og hverju þið eruð sammála og óssammála.
Shadows will never see the sun