Ég var að keyra heim úr vinnunni áðan og eins og svo oft áður þegar ég er að gera eitthvað vélrænt og leiðinlegt sem ég geri oft fer hugur minn að ráfa um heima og geima…bókstaflega í þessu tilfelli. Í þessari pælingu tókst mér að svara tveimur spurningum sem hafa böggað mig áður og ég hef ekki getað svarað. Fyrri spurningin varðar eimverur og sú seinni varðar tímaferðalög.
Ég er mikill fantasíu og vísindaskáldskaps aðdáandi og hef gaman að því að dunda mér við að pæla í draugum og göldrum og drekum og geimverum o.s.fr. (þó ég trúi ekkert endilega á þessa hluti frekar eitthvað annað) en ég hef einhvern veginn aldrei getað á raunhæfan hátt réttlætt tilvist þeirra tegundar geimvera sem margir halda því fram að þeir hafi séð, þ.e.a.s. mjóar gráar verur með langa putta, stóran haus og stór augu, lítinn munn o.s.fr. Líf sem þróast á annarri plánetur, mjög sennilega með allt annað andrúmsloft, allt annað þyngdarafl, allt öðruvísi lofthjúp og segulsvið, s.s. allt aðrar aðstæður með öllu myndi EKKI þróast til að líta svo til nákvæmlega eins og ú mannverur, þ.e.a.s. miðlægur búkur sem geymir helstu líffæri, haus sem geymir heila og augu og önnur skynfæri, tvö útlimi neðan úr búknum til að labba á, tvo útlimi ofar á búknum til að nota verkfæri o.s.fr. Líkurnar á því eru ENGAR. Eitthvað í kringum einn á móti næstum óendanlegu. M.a. vegna þessa meikar Star Trek, Star Wars, Babylon 5, Predador, Alien, ET og þúsundir annarra mynda og þátta engan sens en maður fyrirgefur það svo sem í nafni listarinnar…eða eitthvað þannig.
Tímaferðalög eru að mestu talin eðlisfræðilegur ómöguleiki af ýmsum flóknum ástæðum en til er mjög einföld þversögn sem er stundum notuð til að “sanna” að tímaferðalög eru ekki möguleg. Spurt er : “Ef tímaferðalög eru möguleg, af hverju er þá enginn búinn að heimsækja okkur frá framtíðinni?”. Ef maður hugsar aðeins um þetta þá má hugsa, þessi hugmynd um tímaferðalög er til í mannlegu samfélagi og framtíðin er svo næst sem óendanlega langur tími og ef eitthvað er vísindalega mögulegt og við getum okkur óendanlegan tíma þá er allt hægt, sem þýðir að ef tímaferðalög eru möguleiki þá MUN einhver finna upp leið til að ferðast um tímann í framtíðinni og MUN því geta ferðast til hvaða tíma sem er og ef við höldum áfram að hugsa í nánast óendanlegum tíma þá er óendanlega mikill möguleiki á að einhver asnist þá til að ferðast til okkar af þessum gæjum í framtíðinni sem geta það.
Ég fór að hugsa um það hvernig mannveran myndi líta út eftir mörg hundruð þúsund ára þróun. Munurinn á kynþáttum jarðar verður svo til horfin. Útkoman yrði frekar ljós brúngulur einstaklingur með örlítið skásett augu. Flestir væru með frekar dökkt brúnt hár en ég tók þetta aðeins lengra og hugsaði, þróunin hefur verið í áttina að minna og minna hári allstaðar á líkamanum svo framtíðarmaðurinn er þá væntanlega hárlaus með öllu. Ég ákvað svo að fara enn lengra og ímynda mér manninn eftir næsta stórstökk í þróunarsögu hans, þ.e.a.s. eins og stökkin sem fluttu okkur í nokkrum skrefum frá öpum í upprétta menn. Heilinn á manninum hefur stækkað með hverju skrefi svo myndin sem ég bjó til var með stærra höfuð en við. Þau líffæri / útlimir sem við notum mest eru augun og puttarnir svo ég stækkaði augun til að þau gætu séð meira og lengdi og mjókkaði puttana en þeir hafa einmitt gerið á þeirri leið frá öpunum, þ.e.a.s. mjókkað og lengst að einhverju leiti. Maðurinn notar vöðva sína í minna og minna mæli svo ég mjókkaði verulega útlimi framtíðarmannsins hjá mér. Nefið notum við alveg rosalega lítið í nútímasamfélagi svo ég minkaði umfang þess aðeins. Hey! Þetta var farið að minna mig á eitthvað sem ég hafði séð áður. Ég ákvað að ganga enn lengra og fara í súrari pælingar, t.d. segjum svo að við höldum áfram að stóskemma ósonlagið svo sólargeislarnir verða nánast óbærilegir. Þá mun mannveran væntanlega reyna að forðast sólina ein og heitan eldinn (ekki alvitlaus samlíking ef við skemmum skjöldinn sem ósonlagið er) og sennilega hafast bara við á nóttunni. Síðan er ekki ólíklegt að mannveran taki upp á því að byggja nýlendur á öðrum plánetum og tunglum sólkerfisins og þá væri lítið um náttúrulega sólargeisla. Þetta gæti leitt í þróunarstökki til þess að litarefni húðarinnar sem er þarna til að vernda okkur frá sólargeislunum hverfi og eftir verði svona gráleit litlaus húð (ekki ósvipað Mækúl Djakkson án meiköpps). Síðan gerði ég ráð fyrir því að hæfileikar heilast þróist áfram með vaxandi stærð sérstaklega þar sem allt stefnir í það að tölvur framtíðarinnar verði nánast bara stungið beint í samband við hausinn, hvort sem þar verður notast við eitthvað sérstakt ígrætt port eða einhverja óuppgötvaða bylgjutegund. Heilinn og hugarorka hans gæti þróast þannig að framtíðarmennirnir gætu miðlað ekki bara orðum heldur tilfinningum, hugmyndum, myndum, hljóðum o.s.fr. í gegnum hugsanir einar saman eða með aðstoðar einhvers tölvusamtengibúnaðar. Þar með væru eyrum svo til útelt svo og raddbönd og munnur myndi ekki þjóna öðru en að innbyrða næringu. Minni munnur og engin eyru til að tala um. HEI. Þetta er geimvera!!! Eða réttarasagt sú vera sem fólk nú á dögum heldur því fram að séu geimverur.
Og þá small þetta allt saman og svaraði spurningunum mínum tveimur í einu.
Af hverju líta “geimverur” eins og menn?
Þær ERU menn! Eða réttara sagt næsta (eða nokkur næstu) þróunarskref mannverunnar.
Af hverju hefur enginn heimsótt okkur frá framtíðinni?
Við HÖFUM fengið heimsóknir frá framtíðinni. Kjánarnir sem sjá þá halda bara að þeir séu geimverur.
Hana nú, heimurinn meikar sens enn á ný. ;o)