Ég hef dáltið verið að pæla í afbrotafræði og atferlisfræði, og hef komist að því að það er ekki til vont fólk. Fólk er bara mismunandi upptekið af sjálfum sér, og þarf að fá eitthvað “gott” reglulega!
Dæmi um það er kk raðamorðingi, sem drepur alltaf dökkhærða menn, með gleraugu og millisítt hár. Af hverju drepur hann alltaf svona útlítandi menn? Er hann ekki að hefna sín aftur og aftur á manninum sem drap elsku mömmu þegar hann var lítill? Raðamorðinginn fær hálfgerða fíkn til að hefna sín, hann velur menn sem líta alveg eins út og vondi kallinn sem drap mömmu í barnæsku, og endurupplifir sigur, í hvert skipti sem hann drepur. Málið er að fíknin kemur alltaf aftur rétt eftir sigurinn. Þá endurtekur hann þetta, aftur og aftur, þangað til honum er náð af lögunni. Er þetta ekki nákvæmlega sama fíkn og margir aðrir hafa, nema að hina fíknar kannski bara í annanð en hefnd!?
Er fólk ekki bara svo upptekið að sjálfum sér, og getur ekki hugsað um aðra. Það gerir allt til þess að upfylla sínar eigin þarfir!Afhverju vill fíkniefnafíkill fá meiri fíkniefni? Efhverju vill raðamorðingi drepa aftur og aftur? Afhverju dekkur fólk aftur og aftur? Af því að það er svo gott, og maður fær eitthvað kick úr því, er það ekki?