Í nýlegri grein um sálfarir stendur:
,,ég vil benda á að geðlíkaminn er nokkurnvegin sálin og efnislíkaminn er sjálfur líkamin"
Samkvæmt þessur er til líkaminn sem er væntanlega taugar, æðar o.s.frv og e-r óefnisleg sál. Í þessari grein er einnig gert ráð fyrir að sálin orsaki líkamlegar hreyfingar.
Til þess að hugsa, finna til o.fl er starfsemi heilans nauðsynleg - án hans er það ekki hægt. Hér þarf enga óefnislega sál til.
Hvernig væri þá að hætta þessum skáldskap og rugli um sálfarir sem ekki ein einasta viðurkennd (aðferðarfræðilega sterk) rannsókn hefur sýnt fram á.
Um einhyggju og tvíhyggju má rífast - en að skálda órökrétt orsakahlutverk fyrir óefnislegt og ómælanlega hluti er vafasamt. Í efnisheiminum hafa hlutir orsakir og afleiðingar - það má vel vera að það sé til annar heimur sem sé ekki bundin þeim lögmálum. En þau fyribæri sem eru óefnisleg orsaka ekki efnislega hluti (eins og hreyfingar, tilfinningar o.fl) þeir hlutir hafa efnislegar orsakir. Alveg eins og ef þú sparkar ákveðið fast í fótbolta þá hreyfist hann í samræmi við það. Það er ekki breytilegt eftir óefnislegum atvikum, eins og áru gerendans eða líðan loftsins í boltanum
Það er ótrúlegt hvað fólk leyfir sér að bulla um andleg fyrirbæri sem þó lúta sömu lögmálum og aðrir hlutir í efnisheiminum.