Á vísindavefnum er skemmtileg pæling um hversu hratt áhrif þyngdarsviðsins breiðast út. Niðurstaða þeirrar pælingar er að það er ekki almennilega vitað, engum hefur tekist að mæla hraða þyngarsviðsins. Hraðinn er talinn allt frá því að vera hraði ljósins yfir í það að vera samstundishraði.
Eftir því sem ég veit best þá er þyngarsviðið talið sveiga tímarúmið eins og kemur fram t.d. í afstæðiskenningu Einsteins. Í því ljósi vil ég varpa fram þeirri spurningu hvort ekki megi líkja útbreiðslu þyngdarsviðsins við það þegar þungi er settur á strengdan dúk eða þegar strengdur er togaður niður? Við getum þá spurt okkur hvort allur strengurinn sveigist niður á sama tíma og þegar þunginn er lagður á hann, eða breiðist sveigjan út í jöfnu hlutfalli við seiglu efnsins?
Mín tilgáta útfrá þessari pælingu er að hraði þyngdarsviðsins sé misjafn, þe. í útjaðri þyngdarsviðsins er hann nánast núll, en í þyngdarpunkinum er hann nánast samtímahraði. Samanber að þegar þungi er settur á streng þá sveigist hann niður á nánast samtímahraða en vegna seiglu í strengnum þá fer síðan að draga úr útbreiðsluhraðanum þar til hann er nánast kominn niður í núll. Ég geri hins vegar ráð fyrir að hann fari aldrei niður í núll sökum þess að seigla strengsins lætur stöðugt undan. Á endanum verður álagið á strengnum það mikið að hann brestur og massinn “hrapar” niður í tómið og “svarthol” myndast.
Seiglu tímarúmsins má væntanlega þá reikna útfrá því hvenær svarthol myndast.
M.