Nú á miðvikudaginn 26.feb mun fara fram stærðfræðikeppni grunnskóla (fyrir 8.-10. bekk). Þetta er keppni sem hefur núna farið fram árlega og var það Flensborgarskólinn í Hafnarfirði sem byrjaði að halda keppnina. Keppnin er byggð upp á þrautum sem alls ekki er sjálfgefið að allir geti svarað. Þetta eru skemmtilegar þrautir sem gaman er að reyna að leysa þó að það takist oftast með misgóðum árangri. Það er alls ekki skrýtið ef manni tekst ekki að svara mörgum dæmum og er það mikil undantekning ef einhverjum tekst að fá yfir 90stig tel ég. Ég mæli með fyrir alla 8.-10. bekkinga að reyna að taka þátt og hægt er að hafa samband við stærðfræðikennara í skólanum ykkar. Þeir skólar sem munu vera með keppnina í ár eru :Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Menntaskólanum í Kópavogi
Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Sund.
Endilega að fjölmenna á þessa keppni.
<u>Kveðja-