Skilgreining :
Hernaður sem byggist á notkun vopna í geimnum, utan gufuhvolfs jarðar eða almennt á einhverskonar sporbraut umhverfis hnöttinn af sjálfsdáðum. Tegund vopnanna er jafn fjölbreytileg líkt og áætluð notkun þeirra. Vopnin eru kannski notuð með gervihnöttum en meginmálið er að hluturinn sé hernaðartæki sem þjónar markmiði í hernaðarlegum tilgangi. Þó að hluturinn eigi sér notagildi í öðrum markmiðum. Njósnagervihnettir falla einungis undir þessa skilgreiningu og þjóna hernaðarlegum tilgangi.
Byrjun þess:
Þegar kapphlaupið til stjarnanna var hafið var strax byrjað að hugaleiða notagildi geimsins til hernaðar, bæði Sovétríkin og Bandaríkin rannsökuðu þessar hugmyndir. Svojétríkin náðu fyrst að koma gervihnetti á sporbraut um jörðu og Bandaríkin lögðu sig í að slá við Rússunum.
Bandaríkin þurftu í allmörg ár að keppa við Rússana til að ná einhverri forystu, þeir náðu henni með því að lenda mannaðri flaug á tunglinu. Þrátt fyrir að maður skyldi stíga á tunglið var notkun hernaðar í geimnum ekki ennþá komin á fullt skrið.
Gervitungl skiluðu takmarkaðri getu vegna tæknihömlum tímabilsins. Notkun flugvéla í upplýsingahernaði var ennþá í meirihluta og kjarnorkuvopn voru of stór eða bilanagjörn til að senda á senda á sporbraut um jörðu.
Myndavélar voru ekki ennþá orðnar það fullkomnar og gufuhvolfið var ennþá mótstaða því að ljósið bjagaðist í því. Ljósbjögun gufuhvolfsins var bara eitt af vandmálum tímabilsins, eldflaugar voru með hábilana tíðni, tölvur voru ennþá ofvaxin rafrásaborð með litla reiknigetu og burðargeta eldflauga var ekki næg.
Þróun á geimhernaði var hægt og meginmarkmiðið var að fá eldflaugarnar til að vera stöðugur grundvöllur til nota kjarnorkuvopn. Það var ennþá álit hersins hjá báðum ríkjum að geimhernaður væri ekki raunhæfur möguleiki. Þar sem eldflauga- og vopnatækni geti ekki ennþá frammkallað nothæft hernaðartæki. Hægagangur í þessri þróun hélst til 8.-9. áratugsins.
Frumburðurinn :
Rétt fyir byrjun 9. áratugsins var hugmyndin um geimhernað byrjuð að fá nýtt líf. Njósahnettir voru að þeytast áfram í þróun og tölvur nútímans voru að taka á sig mynd. Með aukni reiknigetu, nýrri samskiptatækni og betri eldflaugum var lagt í þróun geimahernaðar að nýju. Þetta sinn var loksins hægt þreifa fyrir sér möguleikum í geimhernaði, kjarnavopn voru öflugri og með lægribilana tíðni, tölvustýrð kerfi að minnka þyngdar og pláss-frekni úreltra kerfa.
Njósnahnettir þróuðust stöðugt og fremur hratt með nýrri ljósmyndatækni. Gufahvolfið er ekki lengur fyrirstaða, tölvur ná að laga ljósbjögun með nýfundri reiknigetu. Reiknigeta talvna lagði líka grundvöllinn að GPS(Global Positioning System)(bandaríkin) seinna meir. Samskiptahnettir byggðu upp nýtt samskiptakerfi utan landamæra og símalína. Sovétríkin náðu ekki jafn sterkri stöðu með samskipta- og njósnahnetti líkt og Bandaríkin en nú var fátt hulið á báðum hliðum. Sovétríkin náðu að koma fyrstu stöðugri mannaðri geimstöðinni(MÍR) á sporbraut. Bandaríkin sendu eina stöð(Skylab) á sporbraut en féll aftur til jarðar og dreifðist um Ástralíu.
Sovétríkin hafa frá byrjun verið með hærri burðargetu en Bandaríkin og hafa haldið henni ennþá. Jafnvel í dag eru Rússneskar eldflaugar kraftmeiri en Bandarískar.
Á 9. áratugnum þegar Regan var með stjörnu-stríðs áætluna var lagt í það að gera forvarnarkerfi gagnvart kjarnorkuárasum. Kerfið reyndar virkaði ekki en það styrkti rannsóknir á L.A.S.E.R.(Light Amplification by Stimulated Emissions of Radiation). Þær gáfu af sér nýja möguleika á mörgum sviðum, það á meðal nýja jafnvægistækni í eldflaugar. Enn vantaði nothæf vopn til geimhernaðar og sá peningur sem Bandaríkin eyddu í _Star wars_ áætluna er í það minnsta rosalegur og Sovétríkin reyndu líka þróa svipaða tækni en mistókst líka með svipuðum kostnaði.
Nútíminn :
Við byrjun 10. áratugarins er hrun Sovétríkjana í fullri sveiflu og Bandaríkin ásamt öðrum vesturveldum fagna hruni kommúnismans. GPS er núna fyrst notað í stríðinu við Írak og sýnir frábæran árangur í hernaði. Ásamt því er núna upplýsingaflæði innan hersveita meira en nokkurn tíma áður hjá Bandamönnum, þökk sé áðurnefndri þróun í samskipta tækni. Stuttdrægar eldflaugar eru stýrðar af GPS og hitta af mikilli nákvæmni. Njósnahnettir eru fastur liður af gagnasöfnun um óvinastyrk og staðsetningu. GPS er gert mögulegt af góðri atómklukku um borð í gervihnetti sem móttakandi reiknar staðsetningu sína út frá tímamismuni frá 3 eða fleiri hnöttum. Ef allt upp í 7 hnettir eru í sambandi við móttaka er hægt að reikna staðsetningu hanns innan við 10cm.
Nýtt Rússland opnar hluta af geimtækni fyrir almenningi og þá er fyrst hægt að sjá hversu góðir njósahnettir eru. Fólk getur tekið myndir af sjálfum sér af sporbraut jörðu fyrir nokkuð háar upphæðir, það verður greinilegt að fátt sleppur undan augum gervihnatta. Rússar eru ekki ennþá dottnir alveg úr geimnum, MÍR helst í sporbraut í áratug og Rússar eiga metið fyrir lengstu dvöl í geimnum.
Aðrar þjóðir eru komnar yfir grunnvandamál geimferðalaga, Japan og ESA(European Space Agency); sem er í forystu Frakka. Þær geta sent gervihnetti og tæknibúnað í geiminn og eru að þróa iðnað úr því. Geimhernaður er orðinn mikilvægur þáttur í uppbyggingju nútíma herja í vesturveldum og Rússlands. Þó að hann þjónar einungis óbeinum hernaðarmarkmiðum er hann með augljósa kosti.
Öll samskipti utan landlína eru gerð af gervihnöttum, bæði Rússar og Bandaríkjamenn notast við dulkóðuð samskipti. Hermenn og burðarvirki hernaðar er núna með samskiptagetu sem á sér enga hliðstæðu í hernaði fyrri tíma. Viðbragðs tími hersveita er mjög hár og þess vegna er að stöðva þetta mjög mikilvægt fyrir sigur í hernaði nútímans.
Framtíðin :
Bandaríkin eru að reyna endurvekja _Star wars_ áætluna á ný með því trausti að í þetta sinn eigi þeir möguleika að þróa vopn til beinnar hernaðaríhlutunar. Hvort sem markmiðum þeirra sé náð eður ei, er mögleikinn að geimhernaður sé að komast á það stig að geimhernaður geti tekið við einhverjum hluta hefðbundnum hernaði að verða möguleiki. Rússland og Bandaríkin eiga ennþá yfirburðaforystu á þessum sviðum og kannski er það nákomin framtíð(10-20 ár) að geimhernaður geti stundað árásir úr himingeimnum. Kostnaður er samt ávalt hindrun í þeirri þróun og geimhernaður er í eðli sínu dýr þar sem hann hefur háar tæknikröfur.
Áætlun stórvelda er að þróa takmarkaðan geimhernað, núverandi áætlanir fylgja að vopnum sem slá út samskiptahnetti. En geimhernaður er framtíðin og mun leysa eitthvað af hefðbundni uppbygginu hernaðar af hólmi í nærkominni framtíð.
Lain
(vona ég muni staðreyndirnar rétt :) )