Snjórinn er kominn
Þó við séum ofsa glaðir hér í fjöllunum með snjóinn má segja að snjóskotið hafi komið helst til of snemma. Við erum í miðju verki með að landmóta Mikka ref og fyrir nýtt lyftustæði þar sunnan við. Þessi mikla fönn getur sett mikið strik í þann reikning og jafnvel komið í veg fyrir að við komum nýju lyftunni inn eins og ætlað var. Varðandi aðrar framkvæmdir í fjöllunum þá hægist á þeim en svosem engin hætta á að ekki nái að klárast.

Í dag byrjuðum við að troða á fullu og munum byrja að hengja á lyftur á morgun. Við munum að sjálfsögðu opna lyftur ef aðstæður breytast ekki til hins verra á næstu dögum. Það væri ekki slæmt að fá gott kick start fyrir skíða- og brettafólk en gönguskíðafólk mun mæta í dag til að ganga.

Vonum bara að þetta sé það sem koma skal fyrir veturinn í vetur… Nóg af snjó og allir að njóta íslenskrar fjalladýrðar og útiveru á skíðum, brettum eða bara fótgangandi.

bigass like á það