ég var að velta því fyrir mer af hverju það eru aldrei svona stórir pallar uppi í bláfjöllum, eins og voru á sessioninu í fjallinu þegar það var opið 10-22 í febrúar ef ég man rétt.
..það er allavega svaka fjör að stökkva á þessu og ég er örugglega ekki sá eini sem vill svona palla á skíðasvæðinu! en svo er líka galli að margir slasa sig á þessum pöllum og þá aðalega byrjendur eða þeir lengra komnir sem reyna einhvað trick fyrsta sinn.
Bætt við 14. júlí 2009 - 23:50
mér fannst BEST af öllu sem ég hef prófað að stökkva á stóra og litla pallinum sem voru hlið við hlið. svona pallar ættu að vera gerðir oftar, allavega unglingar elska þetta :P