Er mjög fús til þess.
Ertu annars ekki að flytja með þeim?
Ég hendi inn sögum af nokkrum góðum ferðum, og ef þú ert að fara að koma nokkrum sinnum í vetur þá mæli ég með til að byrja með allavega bara Hlíðarfjallssvæðinu, því það er svo þægilegt að komast svona langt upp með lyftunum, þá eru bara eftir svona 20-30 mín uppá topp. Þá er annaðhvort hægt að labba eftir brúninni og skíða niður á skíðasvæðið eða halda áfram að labba því að þegar þú kemur að brúninni opnast heill heimur af fjöllum sem hægt er að labba á eftir sjónhendingu.
Annars mæli ég með fjöllunum í kringum Skíðadal, og síðan eru auðvitað fullt af snjóþungum dölum hérna þar sem fjöllin bíða spennt eftir þér beggja handa. Maður velur sér bara það besta, fer einhverja skynsama leið upp en passar sig að vera með traustum mönnum og þekkja vel til snjóflóða því þau geta verið svo fjári hættuleg stundum.
Þegar ég er að leita mér af nýjum fjöllum og að undirbúa þau, þá finnst mér stundum bara gott að rúnta um dalina og spekúlera í fjöllunum. Svo fæ ég mér kort af leiðinni, og afla mér upplýsinga um það.
Ertu annars mikið inn í ísklifri, því ég er að hugsa um að koma mér í það í vetur?'
P.s. Getur fylgst með þessari síðu:
http://24x24.is/startpage.phpFerðir með þeim byrja á fullu í haust og ég hef farið með þeim og ég veit að í vetur þá ætla ég að rölta með þeim uppá fjöllin með skíðin á bakinu og skíða síðan burt þegar toppinum er náð.