ég veit hvað “prep” þýðir, ég hef bara aldrei heyrt það notað í þessu samhengi áður, þar sem þú ert annaðhvort að vaxa eða sóla… ég myndi tala um að preppa, þegar að maður gerir skíðið undirbúið undir nýja plastfilmu, einsog hreinsað og slípað…
Þú þarft að finna þér vax fyrir hátt hitastig, gulur Swix eða rauður Holmenkollen ef ég man rétt og bræða það oft undir. Vax sem er ætlað fyrir +2 til +10 gráður er mjög “rakt” og þú getur fundið muninn á því og kaldara vaxi á því að það er mýkra og drekkur botinn það betur í sig. En þegar botninn er orðinn mjög þurr (brunninn) þá er erfitt að ná honum góðum aftur.
En þetta er eitthvað sem þú átt að vita, þjálfarinn þinn á að vera búinn að kenna þér að grunnpreppa, racepreppa og almenna umhirðu á skíðunum þínum.
haha þekki þetta þegar maður er að preppa fyrir allafjölskylduna..
en það sem ég hef gert til að laga þetta:
1. Bræða vax undir - ekki hf eða keppnis vax bara æfingaáburð. 2. skafa af og bursta botnin vel. vírbursti t.d. 3. Bræða aftur undir. 4. skafar aftur og burstar. 5. bræðir aftur undir og þá er þetta oftast komið.
þetta virkar allavega oftast hjá mér. ef þetta er ekki að virka mundi ég bara fara með skíðin til Gauta niðrí Útilíf Glæsibæ og fá hann til að fara yfir botnin.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..