vá, ég held ég hafi aldrei fengið betri daga í bláfjöllum! það voru allar brekkurnar opnar, meira að segja nýja liftan sem ég get með ómöguleikum munað hvað heitir var opin! það var engin brekka sem var lokuð útaf grjóti eða ófærð, allstaðar ver geðveikt færi, það voru haldin 3 til 4 mót! Auðvitað voru í boði veitingar í breiðabliksskálanum og yfir hundrað manns stoppuðu í hádeiginu og fengi sér annaðhvort pasta, gúllassúpu, eða þá heimagert brauð!!! Maður átti svo í erfiðleikum með að trúa því að snjórinn skildi haldast í fjöllunum í ölum þessum hita en maður gat nú samt alveg fundið smá frost frá snjónum! ólíkt venjulega þá var enginn snjór fastur í stólaliftunni heldur var hann allur búinn að bráðna af svo það var ótrúlega þægilegt miðað við venjulega að sitja í honum!! svo ég bara spyr: hverjir fóru í dag á skíði eða bretti? þeir sem fóru ekki voru ekkert smá óheppnir að hafa ekk farið!!!
Bætt við 1. mars 2008 - 18:00 afsakið stafsetninguna! ekki mitt besta fag þar…