Var að velta fyrir mér hvort einhver hérna inni sé eitthvað almennilega inni í því hversu stífa klossa freestyle/back country skíðamenn eru að nota? Þar sem maður er orðinn svo helvíti gamall í þessum keppnisbransa þá hefur maður byrjað að hugsa meira og meira um það að færa sig yfir á freestyle skíðin en ég er ekki tilbúinn að vera að vesenast á þeim í klossunum sem ég er í nuna. Svo hefur mér fundist í myndunum sem ég á að menn séu að nota frekar stutta stafi, er þetta algengt eða persónulegt?
Ég vona að einhver hérna á klakanum sé vel inni í þessu því ég ómögulega hef tíma til að lesa mér til um þetta til viðbótar við öll hin áhugamálin mín…
Takk.