Haha nei, fyrir mér eru bretti hæg og leiðinleg, maður kemst svo mikið hraðar á skíðum og mikið skemmtilegri. Þetta er svona eins og að bera saman vespu og krossara.
Þyngdin á skíðunum er breytileg milli tegunda og áætlaðrar notkunar, keppnisskíði eru til dæmis miklu þyngri en park skíði svo þau séu stöðugri á meiri hraða.
Það eina sem mér dettur í hug að sé bannað er að stökkva í lyftusporinu. Ég get bara ekki trúað að það hafi staðið orðrétt að það sé bannað að stökkva á skíðum en ekki á bretti.
Nei þetta er ekki fáránlegt og þetta er ekki rifrildi, ég er bara að reyna að leiðrétta þann misskilning sem þú hefur á skíðum.
Ég held það, en ef þú rekst einhvertíman á þetta aftur og það stendur skírum stöfum að það sé bannað að stökkva á skíðum, láttu okkur vita, ég myndi vilja heimsækja það skíðasvæði.
ég veit að ég sé frekar seinn en ég fann þetta í reglum bláfjalla
Þar sem útbúnir hafa verið brettapallar eru þeir aðeins ætlaðir brettamönnum og er skíðamönnum óheimilt að nota þá. Þeir eru sérhannaðir fyrir stökk á snjóbrettum og eru skíðamönnum stórhættulegir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..