FIS, eða Fédération Internationale de Ski, er semsagt Alþjóða Skíðasambanið og FIS mót eru mót sem eru haldin eftir þeirra reglum. Aðeins er hægt að halda FIS mót í brekkum sem eru vottaðar af FIS og á hverju móti er utanaðkomandi eftirlitsmaður, svona eins og dómari í fótbolta, sem sér um að farið sé eftir reglunum. Svo eru svokallaðir FIS punktar sem er verið að berjast um á þessum mótum, og þar er gott að vera með sem fæsta punkta, og eins og ég sagði áðan þá segja þeir til um í hvaða sæti þú ert í á heimslistanum á skíðum. Útreiknun á þessum punktum er nokkuð flókin og ég nenni ekki að fara út í það nema fólk langi að vita eitthvað meira um þetta. En á FIS mótum er það þannig að ráðsröðin fer eftir FIS punktum, 15 bestu keppendurnir á mótinu eru settir í pott og er dregið út í hvaða röð þeir starta og svo á eftir þeim koma hinir keppendurnir í punktaröð, þeir sem eru punktalausir eru líka setti í pott og dregið út í hvaða röð þeir starta á eftir manninum með lélegustu punktana. Síðan ef maður klárar á mótinu þá eru reiknaðir út punktar á mann og þeir sendir FIS, þegar keppandi er búinn að klára 2 mót í sömu grein er tekið meðaltalið af þeim mótum og hann fær þá punkta á næsta lista FIS sem er uppfærður 4 sinnum yfir vetuinn, startað er eftir nýjasta listanum sem í boði er á hverjum tíma. Síðan eftir að maður er búinn að keppa eitthvað af ráði þá eru tekin tvö bestu mótin undanfarið ár og meðaltalið af þeim er sett á listann.
Held að þetta sé nokkuð gott miðað við hvað ég er þreyttur, þarf að drulla mér í rúmmið svo ég geti vaknað fyrir mótið á morgun :S