Keppnisskíðin:
Ég get nú ekki verið sammála um að Völki séu hátt metin í keppnisskíðabransanum, það hefur einn og einn verið á þeim en aldrei meikað það neitt almennilega. Rossignol hafa verið að skíta svo feitt á sig undanfarið að það er ekki fyndið, plús það að umboðið hér á landi hefur ekki staðið sig neitt voðalega vel. Head hafa átt góða spretti og eru mjög góð, fer að vísu mikið eftir því hversu góð skíði þú færð. Fisher er skíðaframleiðandi sem oft er horft framhjá, einn þekktasti skíðamaður heims byrjaði hjá þeim og meikaði það en hljóp síðan í burtu þegar önnur fyrirtæki drógu upp seðlana. Atomic hafa verið hrikalega góð undanfarin ár og hefur umboðið hér á landi náð að redda mjög góðum skíðum síðustu 2 ár.
Freestyle:
Head hefur nú ekki verið stórt í freestyle heiminum og því myndi ég aldrei kaupa svoleiðis skíði frá þeim. Frekar myndi ég horfa á Salomon (?), K2 eða eitt af fjölmörgum litlum framleiðendum sem framleiða bara freestyle skíði. Sem sagt K2 ef ég væri að leita að þrúguskíðum og eitthvað lítið fyrirtæki fyrir park skíði.
Djöfull verð ég að drulla mér til að kaupa freestyle skíði!